Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
163
2. mynd. Dyrfjöll —
liorft til suðurs af
Norðurtindi. - Ljósm.
H. G.
í Suðursveit, A.-Ska£t., á fitjum neðan við Sléttaleiti, 14. 7. 1966;
hafði hún áður fundizt við Þveit í Hornafirði.
15. Carex echinata Murr.: ígulstör.
í Flóru ísl. er ígulstör talin vaxa víða á Austfjörðum. Til viðbót-
ar fyrri fundarstöðum vil ég geta um Húsavík, N.-Múl., og Breiðu-
vík, N.-Múl., þar sem ég fann hana á allmörgum stöðum, 1967 og
1968.
16. Carex brunnescens (Pers.) Poir.: Línstör.
Stör þessi hefur aðeins fttndizt á örfáurn stöðum á landinu, þar
af á einum stað á Austurlandi, það er í Mjóafirði (Ingólfur Davíðs-
son, 1950). Línstör hef ég fundið á þremur stöðum, fyrst við Bjark-
arlund í Berufirði, Barðastrandarsýslu, 15. 8. 1966, en síðan á tveim-
ur stöðum á Austurlandi: í Breiðuvík, N.-Múl., 1968, og Borgar-
firði, N.-Múl., ofan við jörðina Jökulsá, 1968.
17. Carex canescens L. x Lachenalii Schkuhr.
Þennan bastarð blátoppastarar og rjúpustarar fann ég í Breiðu-
vík, N.-Múl., 1968, en áður hefur Steindór Steindórsson fundið