Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 123
NÁTT Ú RU F RÆÐINGURINN
241
Flestir hafa séð þresti veiða ánamaðka í görðum og á grasblettum.
Ef þrösturinn hoppar, verður maðkurinn stundum var við titring-
inn í tíma og dregur sig örskjótt niður. Hinir dökku starar, sem
nú fjölgar mjög í Reykjavík, veiða líka ánamaðka. Bæði veiðibjalla
og sílamávur stunda ánamaðkaveiðar í viðlögum. Hrossagaukur
gæðir sér líka á honum og krían sömuleiðis.
Ormatínsla í görðum er hvimleið. Maðkaveiðarar geta líka fund-
ið fjölda ánamaðka undir hrossataðslirúgum og kúaskánum, þar sem
búfé gengur á beit. Erlendis eru ánamaðkar sums staðar beinlínis
ræktaðir í vermireitum, gróðurhúsum, upphituðum kerjum eða í
görðum og grasblettum, sem mikill búfjáráburður er borinn á.
Farið er að reyna jretta lítillega á Islandi; það er flytja ánamaðka
í vermireit, garð eða túnblett og bera vel á hrossatað eða mykju.
Til nokkurs er að vinna, því að vænn ánamaðkur er nú seldur á
4 krónur, t. d. í Reykjavík. Lítið mun ennþá vera um liinn stóra
20—25 cm langa ájiamaðk, en eflaust væri vel fært að rækta hann.
Veiðimenn geyma síðan maðkana í áburðarríkri mold eða mýra-
mosa, en um mosann þarf að skipta vikulega.
Ekki veit ég, hve margir ánamaðkar hér á íslandi lifa í ha vel
ræktaðs lands. Hundrað þúsund eða vel það er talið algengt í ha
hverjum venjulegTar moldar erlendis — og allt að milljón í góðu
akurlendi, eða jafnvel svo milljónum skipti í sérlega frjórri ræktar-
jörð. Hér eru ormarnir eflaust miklu færri.
Allar „íslenzku" ánamaðkategundirnar lifa einnig í nágranna-
löndunum og flestar raunar víða um heim. Danir og Þjóðverjar
kalla ánamaðkinn regnorm og Regemuurm, eflaust af því að mikið
ber á honum í regni. Englendingar kalla liann jarðarorm eða mold-
arorm (earth-worm), enda þekkja flestir hann bezt allra orma og
vita um gagnsemi hans.
Talið er, að ánamaðkur gleypi þyngd sína af mold og jurtaleif-
um á sólarhring. Þetta hálfmeltir hann og umbreytir og úrgang-
urinn, sem ánamaðkurinn lætur frá sér, er ekkert rusl! Er talið, að
í úrganginum sé að jafnaði 5 sinnum meira nitrat en í venjulegri
mold, helmingi meira kalsíum, rúmlega tvisvar sinnum meira
magníum, 7 sinnum meiri fosfór og 11 sinnum meira kalíum. Ur-
gangurinn blandast steinefnum moldarinnar og sést af þessu, hve
mjög ánamaðkar auka frjósemi jarðvegsins.
í hlýjum löndum verða ánamaðkar fullvaxnir á 6—7 mánuðum.
1G