Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 38
156
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Hjörleifur Guttormsson:
Flórurannsóknir á Austurlandi
Undanfarin þrjú sumur ferðaðist ég nokkuð um Austurland til
að kanna þar staðhætti og flóru og safnaði í leiðinni sýnishornum
fyrir Náttúrugripasafnið í Neskaupstað. Tvö síðustu árin naut ég
nokkurs styrks frá Menntamálaráði íslands, sem skylt er að þakka.
Athuganir þær, sem um er fjallað í þessari grein, voru gerðar á
svæðinu frá Breiðamerkursandi til Þistill jarðar, en fáeinna fundar-
staða annarra, sem liggja utan þessa svæðis, er þó einnig getið. Mjög
var mishratt farið yfir í ferðum þessum, en athuganastaðir víðast
hvar strjálir. Helztu ferðirnar voru sem hér greinir: Sumarið 1966,
dagana 7.-22. júlí, ferðaðist ég um sunnanverða Austfirði vestur
aðjökulsáá Breiðamerkursandi. Sumarið 1967 hamlaði veður nokk-
uð áformuðum rannsóknum, en þá fór ég m. a. til Húsavíkur sunn-
an Borgarfjarðar eystri, 25.—30. júlí; til nokkurra staða á Fljóts-
dalshéraði, 3.—10. ágúst, og til Breiðdals í byrjun september. Sum-
arið 1968 ferðaðist ég um Norð-Austurland dagana 16,—31. júlí
og síðan um Borgarfjörð eystri, Breiðuvík og I.oðmundarfjörð frá
7. —16. ágúst. I september fór ég í stutta ferð til Mývatns og Axar-
fjarðar.
A ferðum þessum, einkum á síðasta sumri, gekk ég á allmörg
Jjöll til að kanna útbreiðslu Jjallaplantna. Þar eð aðeins við fáa
þeirra plöntufunda, sem minnzt verður á hér á eftir, er getið dag-
setningar, vil ég til glöggvunar tíunda, hvenær gengið var á fjöll
þau, sem oftast koma við sögu. Eiga dagsetningarnar allar við árið
1968: Þjóðfell, 16. júli; Súlendur, 17. júlí; Refsstaðafjall, 18. júlí;
Búr og Hellisheiði, 19. júlí; Gunnólfsvíkurfjall, 25. júlí; Flauta-
fell í Þistilfirði, 27. júlí; Bunga, 30. júlí; Gerpir, 4. ágúst; Dyrfjöll,
8. ágúst; Herfell, 14. ágúst; og Krafla, 9. september.
Svæði það, sem hér um ræðir, ásamt ofangreindum fjöllum
öðrum en Kröflu, liygg ég að telja megi til Austurlands í víðri
merkingu, þótt ekki samrýmist það þeirri landshlutaskiptingu, sem