Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 16
140
NÁTTÚRU FRÆÐIN GU RIN N
breyskja ljósgrárrar ösku og köggla vikurs, sem er lítt samanþjapp-
aður. Aðallega er vikurinn Ijós, en þó eru dökkir molar innan um
(sbr. mynd Va). Hér var auðsæilega um loftborið efni að ræða, en
ekki var það venjulegt gjóskufall* 1), sem hafði myndað það, og er
neðar dró varð lagið æ þéttara, og myndaði neðst j)að sem á ensku
nefnist welded tuff, jr. e. logsoðið eða sambrætt túff, en Tómas
Tryggvason gaf slíku túffi íslenzkt heiti og nefndi það flikruberg
(Tómas Tryggvason 1957). Einkennandi fyrir flikruberg eru linsur
eða flikrur annars litar en aðalbergmassinn (sbr. mynd IV b) og
reynast þær við nánari athugun vera samfallinn (collapsed) vikur.
Nu var ráðin gátan um myndun ljósa lagsins í Tröllabúðum.
Hér var um að ræða J)að sem kallað var áður á ensku ash-flow
deposit, en nú tephra-flow deposit, jr. e. gjóskuhlaupsset, en algengt
aljrjóðlegt heiti á slíku seti, einkum ef það er sambrætt, er ignimbrit
(af lat. ignis = eldur og irnber = regnskúr).
Um ignimbrít og pau eldgos, sem það mynda
Þau eldgos, sem mynda ignimbrít, eru afbrigði mjög kröftugra
sprengigosa, er mynda s. k. brímaský eða helský. Franskt og alþjóð-
legt heiti slíkra skýja er nuée ardente. Þetta heiti gerði eldfjalla-
fræðingurinn A. Lacroix, sem fyrstur kannaði gos þessarar gerðar,
en jrað var gosið ægilega úr fjallinu Montagne Pelée á vestur-
indísku eynni Martinique, en eitt af helskýjunum úr því gosi gjör-
eyddi borginni St. Pierre hinn 8. maí 1902 og drap á rúmri mínútu
um 28 jmsund manns, og var því liraðameti í manndrápi ekki
Imekkt fyrr en kjarnorkusprengju var varpað á Hiroshima. En 16
klukkustundum áður en St. Pierre var eytt hafði sams konar hlaup
úr eldfjallinu La Soufriére á nærliggjandi eyju, St. Vincent, drepið
1650 manns. 1. mynd þessarar greinar er hin klassíska ljósmynd
Lacroix af helskýi úr Pelée, þó ekki því er eyddi St. Pierre. Það
1) Gjóska, nýyrði smíðað at Vilmundi Jónssyni, tyrrv. landlækni, er þýðing
á alþjóðaheitimi tefra, sem er samheiti á föstum, loftbornum gosefnum: dusti,
iisku, sandi, vikri og hraunkúlum.
I. mynd. Brímaský frá Montagne Pelée 16. desember 1902. — Nuée ardenlc
from Mt. Pelée, December 16, 1902. — Ljósm. A. Lacroix.