Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 70
188
NÁTTÚRUFRÆÐ INGURINN
og er Skaftá austan Dalbæjarstapa Nýkomi sá, er Landnáma getur
um, og sem virðist hafa takmarkað landnám Ketils fíflska á einn
veg?
Eftir Eldgjárgosið rann Skaftá í mörgum kvíslum um hraunið,
og það klæddist tiltölulega fljótt gróðri sums staðar. Mikið vatn
hvarf þó í hið gjallkennda hraun og kom aftur fram sem tærir,
kaldir lækir við rönd þess. Eftir því sem hraunið þéttist af fram-
burði jökulvatnsins tók lækjunum að fækka og þeir að minnka, en
ennþá má meðfram rönd Landbrotshraunsins sjá marga farvegi,
sem vitna um tilveru þeirra, og örnefni eins og Krákulækir hafa
sína sögu að segja, þó horfnir séu allir lækir þaðan fyrir löngu.
Með tímanum hlóðst þykkur jarðvegur á hraunið og jafnvel skóg-
lendi myndaðist þar. Er tírnar liðu rann meginkvísl Skaftár eins
og nú, nema nokkru fjær fjöllunum, því meðfram hlíðum fjall-
anna, á bökkum Skaftár reis byggð, þegar landnám hófst á þessum
slóðum. Þar stóðu bæirnir að Á, Skál, Holti og Hunkubökkum.
Á þessu forna hrauni var fagurt gróðurlendi, og gekk nokkur
hluti þess undir nafninu Fagraland. Rómað var og Brandaland,
skógivaxnir hólmar í Skaftá vestan og ofan við Skálarstapa. Or-
nefni þetta er enn til.
Eftir að vatnsföll voru komin í nokkurn veginn fasta farvegi í
Eldgjárhrauninu virðist Skaftá hafa kvíslazt í þrjár aðalkvíslar
nokkru ofan við Svínadal. Aðalkvíslin, Skaftá sjálf, rann eins og
áður er sagt austur með Síðu, miðkvíslin suður hraunin og féll út
af þeim austan við Botna, beygði þar austur á við fram hjá Hólm-
um og Hólmaseli og fyrir ofan Steinsmýri. Þessi kvísl hét Melkvísl
hið efra, en neðan við hraunið gekk hún undir nafninu Botna-
fljót, Hólmafljót og neðst Steinsmýrafljót. Vestasta kvísl Skaftár
hét Landá og rann hið efra meðfram Skaftártungu, féll svo suður
hið forna hraun og í Kúðafljót austan við Leiðvöll, sem þá taldist
til Skaftártungu. Allmargir lækir kornu upp í hrauninu sjálfu og
gera svo enn. Mestir þeirra eru Tungulækur, Grenlækur og Jóns-
kvísl (Hraunsá). Rennsli þessara lækja er háð rennsli Skaftár og
verður nánar vikið að því síðar.
Skaftá hafði að líkindum verið búin að grafa burt mestan hluta
hraunsins úr gljúfrinu, þegar næsta gos dundi yfir. Þess er þó
getið, að hraun Itafi verið á botni gljúfursins, en jafnframt er sagt,
að gljúfrið haf'i verið mjög djúpt.