Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 112
230
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Af þessu sést, að kolefni fer hækkandi í efninu sem eftir verður.
Ef við reiknum út efnahlutföll sellulósu og húmuss eftir þessum
formúlum fæst eftirfarandi:
Kolefni, C %
Vetni, H % .
Súrefni, O %
Sellulósa Húmus
(CcHtoOs),, (C8Hi0O5)n
44.4 51.6
6.2 5.5
49.4 42.9
Vatn í blautri mýri getur verið um og yfir 90% af mónum. Nær
allt þetta vatn er bundið í hárpípum í mónum og verður ekki fjar-
lægt með þjöppun. Ef mór er hitaður upp undir þrýstingi í u. þ. b.
150° C eða hærra, er þó unnt að pressa vatnið frá á eftir. Ef mó-
mýri sem heild verður fyrir þessari meðferð í jörðinni, þ. e. lendir
undir fargi jarðlaga, t. d. við það, að hraun renna yfir, þjappast
mórinn saman og ummyndast með tímanum í kol. Þessi samþjöpp-
un verður u. þ. b. 10-föld. Mestallt vatnið fer burtu og mórinn er
orðinn að kolum. Til eru hér á landi þannig samþjöppuð mólög
frá fyrri hlýskeiðum á ísöld, t. d. koma slík lög fram í sjávarbökk-
um í Elliðaárvogi.
Surtarbrandurinn íslenzki er sams konar myndun, nema í hon-
um er meira af trjáleifum en í mónum. Surtarbrandurinn er frá
elzta myndunarskeiði landsins á tertier og getur því verið 20—30
milljón ára gamall.
Steinkolin frá jarðsögutíma, sem við þau er kenndur, eru mynd-
uð af burknaskógum í heitu, röku loftslagi, sem þá var á jörðinni
fyrir um 200—300 milljónum ára.
Enn í dag eru kolalög að myndast af fenjaskógum í hitabeltinu.
Til yfirlits er sett hér tafla um samsetningu viðar, mós og mis-
munandi tegunda af kolum.
Sögulegar heimildir um notkun mós.
Mór er notaður til eldsneytis og margs annars, eins og þegar hefur
verið getið. Elzta heimild, þar sem getið er um mó, er einmitt um
notkun hans til eldsneytis. Þessi heimild er hjá rómverska náttúru-
fræðingnum Plíníusi eldra, sem uppi var á árunum 23—79 eftir
Krist (Plíníus, Náttúrusaga. Bók 16, 1). Hann segir frá germönsk-