Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 118
236
NÁTTÚRUFRÆÐIN G URIN N
IngólfiLr Davíðsson:
Anamaðkar og gagnsemi þeirra
Allir þekkja ánamaðk, rauðmóleitan og teygjanlegan, uppáhalds-
beitu margra veiðimanna, margauglýsta á hverju sumri. Maðka-
veiðarar læðast mjög hljóðlega um garða og grasbletti á næturþeli
í ormaleit. Miklu meira gagn gera ánamaðkarnir samt á annan hátt,
það er með því að auka frjósemi jarðvegsins.
Ánamaðkar eru langir og mjóir liðormar. Húðin er mjúk og
skipt með grunnum þverskorum í fjölmarga liði. Höfuð er ekki
greint frá bolnum og fætur eru engir. En á hverjum lið sitja 4 pör
af örlitlum, hvössum kítinnálum í tveimur röðum og vita oddarnir
skáhallt út og aftur og veita viðspyrnu, þegar ormurinn skríður.
Hann dregur sig saman og réttir úr sér með vöðvahreyfingum. —
Anamaðkar anda með húðinni og í henni eru einnig margar ljós-
næmar frumur, einkum framantil. Tannlaus munnur er neðan á
mjóum framendanum og hvelfist flipi framyfir hann. Ormurinn er
sívalur, nema aftast, þar er hann dálítið flatvaxinn. Gengur þarm-
ur eftir honum endilöngum frá munni til þarmops. Efri hliðin er
oftast dekkri en hin neðri. — Litur er dálítið breytilegur eftir teg-
undum o. fl. — venjulega grá-rauðmóleitur og sést rauður blóð-
vökvinn gegnum húðina. — Á fullorðnum ánamöðkum er húð-
þykkikli allslímugt, dálítið framan við miðju. Það myndar hring
um orminn og kallast beltið. Slímið í beltinu heldur ormunum
föstum saman meðan þeir æxlast og myndar líka hylki utan um
egg og unga. Kynopin eru neðan á, framan við beltið. — Ánamaðk-
ar eru tvikynja dýr; myndast bæði egg og sæði í hverjum ormi.
Frjóvgunin er gagnkvæm, það er, hvor um sig frjóvgar hinn. Verpa
síðan báðir 8—10 eggjum í slímhylki; þróast ungarnir þar og líkj-
ast foreldrunum, er þeir koma út. Hafa þó færri liði og vantar
beltið. Margir hafa séð egghylkin; þau líta út sem gulbrúnar eða
dökkar smákúlur, kynlega mjúkar átöku, með seigu hýði utan um.
Finnast hylkin einkum í efsta moldarlaginu.
Lítið ber á ánamöðkum að jafnaði, því að þeir búa í holum í