Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 137
N ÁT TÚRUFRÆÐINGURINN
255
hornið að norðan 223 m. Aðalefni fjallsins er móberg, en þó eru
allvíða í því innskot úr basalti, sérstaklega að sunnanverðu og í suð-
vesturbrún þess. Syðst eru lárétt basaltlög, en í horninu niður við
fjöru er mjög fagur og sérkennilegur gígtappi úr stuðluðu grágrýti.
Að austanverðu er fjallið mjög veðursorfið og frá norður-horni að
Innra-Grafarhöfði er klettabeltið í brúninni lágt en tindótt, en hið
neðra eru víðast grónar hlíðar með skriðugeirum á milli. Að vestan-
verðu eru brúnir þess víða ávalar. Þær eru víðast úr frekar mjúku
móbergi, svo að erfitt er að skera úr um það, hvað sé veðrun og
hvað rofið af jökulskriði. Uppi er fjallið víðast allgróið, svo að óvíða
sér berg nerna við brúnirnar. Þó tel ég mig hafa fundið allglöggar
jökulrispur á tveim stöðum í basaltlaginu á suðvesturbrúninni.
Víða á sunnanverðu fjallinu, þar sem á annað borð sér til fyrir
jarðvegi, eru malarhaugar, sem ekki verða skýrðir á annan liátt en
að þeir séu fornar jökulöldur. Þegar fer að halla norður af fjallinu
norðan við Hnúk og Innra-Grafarhöfuð liggja þvert yfir fjallið
nokkrar bogadregnar ójöfnur eða hæðir, og ná þær syðst á miðju
fjalli. í sumum þessara hæða er allmikið stórgrýti og virðist mér
sumt af því greinilega ísnúið. Get ég ekki skýrt þessar ójöfnur
öðruvísi en þarna sé unr forna jökulgarða að ræða, sem myndazt
hafi við afturkippi, er orðið hafi í leysingu ísaldarjökulsins af fjall-
inu. Glögg dæmi um slíka garða frá síðari árum er að finna austan
við Gvendarfell í Dala- og Heiðarheiði. Eftir þeim ummerkjum,
sem ég hef nú í stuttu máli lýst, tel ég ekki vala á, að jökidl hafi
á tímabili hulið allt Reynisfjall allt í sjó franr.
Hatta er svipmikið móbergsfjall í vesturbrún Víkurheiðar. Þrír
rismiklir tindar setja mjög svip á fjallið og er sá syðsti hæstur,
512 m y. s., og er Hatta því hæst af fjöllum þeim í Mýrdal, sem
talizt geta byggðafjöll. Vestan í lienni að ofan eru mikil hamra-
flug, en að vestan og sunnan er hátindurinn allur með nokkrum
fláa. Ekki er gott að átta sig fullkonrlega á því, hvað er veðrun og
lrvað jökulsorfið, þar sem allur efri hluti fjallsins er úr lagskiptu
móbergi, sem nærnt er fyrir veðrun. Þá er sýnilegt á urðarbrekk-
unum í hlíðum fjallsins að vestan, að nrikið hefur klofnað úr því
frá ísaldarlokum, og hefur það eflaust breytt nrjög unr svip frá því
jökullinn lrætti að sverfa það. Upp í rösklega 300 nr hæð er fjallið
mjög greinilega jökulsorfið, en er ofar dregur verður svipur þess
öllu lrrjúfari. Á hæsta tindinum er efst nokkuð sléttur pallur og