Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 137

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 137
N ÁT TÚRUFRÆÐINGURINN 255 hornið að norðan 223 m. Aðalefni fjallsins er móberg, en þó eru allvíða í því innskot úr basalti, sérstaklega að sunnanverðu og í suð- vesturbrún þess. Syðst eru lárétt basaltlög, en í horninu niður við fjöru er mjög fagur og sérkennilegur gígtappi úr stuðluðu grágrýti. Að austanverðu er fjallið mjög veðursorfið og frá norður-horni að Innra-Grafarhöfði er klettabeltið í brúninni lágt en tindótt, en hið neðra eru víðast grónar hlíðar með skriðugeirum á milli. Að vestan- verðu eru brúnir þess víða ávalar. Þær eru víðast úr frekar mjúku móbergi, svo að erfitt er að skera úr um það, hvað sé veðrun og hvað rofið af jökulskriði. Uppi er fjallið víðast allgróið, svo að óvíða sér berg nerna við brúnirnar. Þó tel ég mig hafa fundið allglöggar jökulrispur á tveim stöðum í basaltlaginu á suðvesturbrúninni. Víða á sunnanverðu fjallinu, þar sem á annað borð sér til fyrir jarðvegi, eru malarhaugar, sem ekki verða skýrðir á annan liátt en að þeir séu fornar jökulöldur. Þegar fer að halla norður af fjallinu norðan við Hnúk og Innra-Grafarhöfuð liggja þvert yfir fjallið nokkrar bogadregnar ójöfnur eða hæðir, og ná þær syðst á miðju fjalli. í sumum þessara hæða er allmikið stórgrýti og virðist mér sumt af því greinilega ísnúið. Get ég ekki skýrt þessar ójöfnur öðruvísi en þarna sé unr forna jökulgarða að ræða, sem myndazt hafi við afturkippi, er orðið hafi í leysingu ísaldarjökulsins af fjall- inu. Glögg dæmi um slíka garða frá síðari árum er að finna austan við Gvendarfell í Dala- og Heiðarheiði. Eftir þeim ummerkjum, sem ég hef nú í stuttu máli lýst, tel ég ekki vala á, að jökidl hafi á tímabili hulið allt Reynisfjall allt í sjó franr. Hatta er svipmikið móbergsfjall í vesturbrún Víkurheiðar. Þrír rismiklir tindar setja mjög svip á fjallið og er sá syðsti hæstur, 512 m y. s., og er Hatta því hæst af fjöllum þeim í Mýrdal, sem talizt geta byggðafjöll. Vestan í lienni að ofan eru mikil hamra- flug, en að vestan og sunnan er hátindurinn allur með nokkrum fláa. Ekki er gott að átta sig fullkonrlega á því, hvað er veðrun og lrvað jökulsorfið, þar sem allur efri hluti fjallsins er úr lagskiptu móbergi, sem nærnt er fyrir veðrun. Þá er sýnilegt á urðarbrekk- unum í hlíðum fjallsins að vestan, að nrikið hefur klofnað úr því frá ísaldarlokum, og hefur það eflaust breytt nrjög unr svip frá því jökullinn lrætti að sverfa það. Upp í rösklega 300 nr hæð er fjallið mjög greinilega jökulsorfið, en er ofar dregur verður svipur þess öllu lrrjúfari. Á hæsta tindinum er efst nokkuð sléttur pallur og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.