Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 157 lengst af hefur verið tíðkuð af grasafræðingum. Enda þótt slík skipt- ing varði kannski ekki miklu, vil ég víkja hér að henni nokkrum orðum. í 1. og 2. útgáfu Flóru íslands (1901, 1924) var landinu aðeins skipt í 5 hluta. Miðhálendið var þar ekki talið sérstakur lands- hluti, enda rannsóknir á gróðri hálendisins þá skamrnt á veg komn- ar. Síðar tók hins vegar Joliannes Gröntved (1942) upp skiptingu landsins í 15 liluta, þar af voru 5 hálendissvæði. Þessi fjölgun landshluta gaf vissulega kost á nákvæmari upplýsingum um út- breiðslu tegunda og var að því leyti ekki óskynsamleg; en mörk þau, sem Gröntved dró, virðast í mörgum tilvikum hafa verið óheppilega valin, t. d. þræddu þau víða sveitir að endilöngu, þar sem ár en ekki fjallgarðar voru látnar ráða markalínum. í 3. út- gáfu Flóru íslands (1948) var svo landinu skipt í 10 hluta, og um margt fylgt skiptingu Gröntveds, meðal annars á landinu austan- verðu. Norð-Austurland og aðliggjandi svæði verða þar einna harð- ast úti, þar sem frá sjó er fylgt stóránum Jökulsá á Dal og Jökulsá í Axarfirði, en mörk Miðhálendisins suður af dregin eftir beinni línu frá Grímsstöðum að Brú á Jökuldal. Nú kann það að vera álita- mál, hvort við slíka skiptingu skuli reynt að taka tillit til náttúru- legra gróðurmarka, en vart var hægt að sniðganga þau öllu ræki- legar en í þessu tilviki. Um það má og lengi deila, hvar slík mörk skuli dregin, og taka verður tillit til margra þátta og ekki ein- göngu gróðurfarslega, áður breytingar eru ákveðnar. Flestum mun líka ljóst, að þótt ýmissa hluta vegna sé haganlegt að viðhalda lands- íilutaskiptingu svipað og tíðkazt hefur, þá er brýn nauðsyn að koma hið fyrsta á samræmdri skiptingu landsins í miklu smærri reiti. Má þar ef til vill hafa nokkra hliðsjón af þeirri kortlagningu á flóru Evrópu, sem nú er unnið að. Annars þurl'a þessi mál að ræðast í hópi náttúrufræðinga, þannig að þau komist í höfn áður en Flóra íslands verður gefin út í nýrri útgáfu. Hér verða ekki lagðar fram ákveðnar tillögur urn endurskoðaða landshlutaskiptingu, heldur aðeins varpað fram hugmynd um nátt- úrufræðileg mörk milli Austurlands og annarra landshluta. Tel ég ekki óskynsamlegt, að þau verði í suðri dregin um Skeiðarársand, en endi í norðri við Melrakkanes á Sléttu. Inn til landsins verði frá Melrakkanesi fylgt vatnaskilum suður um Axarfjarðarheiði, Þverfell, Laufskála- og Hvannstaðafjallgarð, Bungu, Haug og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.