Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 114

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 114
232 NÁTT ÚRU F RÆÐINGURINN mórinn, sem undir er, er ennþá betra eldsneyti, ef hann er þurrk- aður. I Landnámu segir, að fauskar voru grafnir úr mýrum og notaðir til eldiviðar, en líklegt er að mór hafi einnig verið notaður. Síðan var klíningur og skán, þ. e. þurrkuð kúamykja og sauðatað, mjög notað til eldsneytis þar sem ekki var mótak. Svo sem kunnugt er hefur einnig verið rifið hrís og lyng til eldiviðar allt fram á okkar daga, sem nú lifum, og hlotizt af mikil landspjöll. í öðrurn fornum heimildum er og getið um mó, t. d. í sögunum og í máldögum kirkna. horvaldur Thoroddsen nefnir nokkrar þeirra í íslandslýsingu sinni (1919). í Fljótsdælasögu er talað um torfgrafir. Er því lýst, að Sveinungi bóndi í Borgarfirði eystra ekur torfi á sleða með hesti fyrir heim til bæjar, en torfhripum var hlaðið í hlass á sleðann og síðan í stakk í anddyri, er lieim kom. Fljótsdæla á að gerast á 10. öld, en er ekki talin rituð fyrr en á 15. öld eftir öðrum Austfirðingasög- um eldri. f Sturlungu er getið um torfskurð og torfgrafir í Skaga- firði og einnig torfhrauka í mýrum. Þess er getið í Kristnisögu, að Veturliði skáld var að torfskurði, er Þangbrandur prestur og fylgd- armaður hans vógu hann, en Veturliði skáld hafði ort níð um Þangbrand. Um torfhrip er getið í Njálu og í Laxdælu um torf- stakka, sem hafa sjálfsagt verið móhraukar. í Kjalnesingasögu er talað um vatnstorf og er þar sennilega átt við illa þurrkaðan mó, en er vatnstorfið sviðnaði varð af því reykur mikill og remma. Þar sem talað er um torf, getur þó oft verið um heytorf að ræða. Torfrista hefur tíðkazt allt frá landnámsöld og var löngum nauð- synjastarf íslenzkra bænda. Heytorf var til forna nefnt létorf (þ. e. rist með ljá). Sömuleiðis þurfti að afla reiðingstorfs á hverjum bæ. Jurt sú, sem gefur bezt torf, horblaðkan, er og nefnd reiðingsgras á íslenzku. Úr mýrum voru og stungnir hnausar til vegghleðslu. Auk alls þessa voru mýrarnar auðvitað hagnýttar sem engi og til beitar. Mýrarnar liafa þannig verið hin mestu nytjalönd í íslenzk- um búskap. Víða í mýrum má, segir Þorvaldur Thoroddsen, sjá fornar gras- grónar mógrafir. Lögin í mýrunum eru yfileitt regluleg, lárétt, en þar sem svo er ekki er ástæðan oftast sú, að fornar grafir hafa verið fylltar af ruðningi og gróið upp. Oftast er í fornsögum og í máldögum talað um torf en ekki mó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.