Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 114
232
NÁTT ÚRU F RÆÐINGURINN
mórinn, sem undir er, er ennþá betra eldsneyti, ef hann er þurrk-
aður.
I Landnámu segir, að fauskar voru grafnir úr mýrum og notaðir
til eldiviðar, en líklegt er að mór hafi einnig verið notaður. Síðan
var klíningur og skán, þ. e. þurrkuð kúamykja og sauðatað, mjög
notað til eldsneytis þar sem ekki var mótak. Svo sem kunnugt er
hefur einnig verið rifið hrís og lyng til eldiviðar allt fram á okkar
daga, sem nú lifum, og hlotizt af mikil landspjöll.
í öðrurn fornum heimildum er og getið um mó, t. d. í sögunum
og í máldögum kirkna. horvaldur Thoroddsen nefnir nokkrar
þeirra í íslandslýsingu sinni (1919).
í Fljótsdælasögu er talað um torfgrafir. Er því lýst, að Sveinungi
bóndi í Borgarfirði eystra ekur torfi á sleða með hesti fyrir heim
til bæjar, en torfhripum var hlaðið í hlass á sleðann og síðan í
stakk í anddyri, er lieim kom. Fljótsdæla á að gerast á 10. öld, en
er ekki talin rituð fyrr en á 15. öld eftir öðrum Austfirðingasög-
um eldri. f Sturlungu er getið um torfskurð og torfgrafir í Skaga-
firði og einnig torfhrauka í mýrum. Þess er getið í Kristnisögu, að
Veturliði skáld var að torfskurði, er Þangbrandur prestur og fylgd-
armaður hans vógu hann, en Veturliði skáld hafði ort níð um
Þangbrand. Um torfhrip er getið í Njálu og í Laxdælu um torf-
stakka, sem hafa sjálfsagt verið móhraukar. í Kjalnesingasögu er
talað um vatnstorf og er þar sennilega átt við illa þurrkaðan mó,
en er vatnstorfið sviðnaði varð af því reykur mikill og remma. Þar
sem talað er um torf, getur þó oft verið um heytorf að ræða.
Torfrista hefur tíðkazt allt frá landnámsöld og var löngum nauð-
synjastarf íslenzkra bænda. Heytorf var til forna nefnt létorf (þ. e.
rist með ljá). Sömuleiðis þurfti að afla reiðingstorfs á hverjum bæ.
Jurt sú, sem gefur bezt torf, horblaðkan, er og nefnd reiðingsgras
á íslenzku. Úr mýrum voru og stungnir hnausar til vegghleðslu.
Auk alls þessa voru mýrarnar auðvitað hagnýttar sem engi og til
beitar. Mýrarnar liafa þannig verið hin mestu nytjalönd í íslenzk-
um búskap.
Víða í mýrum má, segir Þorvaldur Thoroddsen, sjá fornar gras-
grónar mógrafir. Lögin í mýrunum eru yfileitt regluleg, lárétt, en
þar sem svo er ekki er ástæðan oftast sú, að fornar grafir hafa verið
fylltar af ruðningi og gróið upp.
Oftast er í fornsögum og í máldögum talað um torf en ekki mó.