Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 131
NÁTTÚ RUFRÆÐING U RI N N
24!)
sjómílur undan landi. Fóru þær frain 1.—2. maí í einn sólarhring
samfleytt. Niðurstöður athuganna í 30 m dýpi eru sýndar á 4. mynd.
Meðalstraumurinn reyndist vera lítill sem enginn, en fallstraum-
ar voru aftur talsverðir, sem vænta mátti, bæði norður- og suður-
fallið, eða allt að 80 cm/sec-1 (liðlega li/„ hnútur). Ferill fall-
straumsins snýst réttsælis um athugunarstaðinn, og langás hans er
samhliða strönd landins, þ. e. Vestfjörðum. Einnig skal bent á, að
mestur straumur var um það bil 1 stundu eftir flóð eða fjöru við
land á næsta leiti. Allt er þetta í samræmi við athuganir dönsku
sjómælinganna hér við land upp úr síðustu aldamótum (höfundur
hefur uppdrætti af niðurstöðum, sem Gunnar Bergsteinsson, fnll-
trúi hjá íslenzku sjómælingunum fékk mér, og kann ég honum
þakkir fyrir). Síðasta atriðið um tíma fallaskiptanna er í samræmi
við beinar mælingar í Faxaflóa (Svend-Aage Malmberg 1968) sem
og lýsingu í I.eiðsögubók fyrir sjómenn við ísland (1949, bls. 59).
Niðurstöður straummælinganna sýna, að leggist byr og föll á eitt,
þá er Látraröstin engin sérstök hindrun fyrir hafís á Breiðafirði,
a. m. k. ekki í þetta sinn. Það er öllu fremur norðan- og austan-
áttin (og hafstraumar dýpra), sem hrekur ísinn til hafs á þ'essum
slóðum, sú hin sama átt, sem ásamt mikilli útbreiðslu liafíss í haf-
inu norðan og vestan fslands olli tilvist íssins á vestfirzka land-
grunninu í lok apríl 1969. Ekki má þó skilja þessi orð svo, að meir
sé gert iir hafíshættu á Breiðafirði en efni standa til og heimildir
um hann sýna, enda er hér litið á hinn minnsta vott um einstaka
jaka sem dæmi um hafís.
Lokaorð Jressa Jráttar eru Jrví, að hafís geti rekið inn á Breiða-
fjörð. Einstaka jakar í ísnum, sem rak suður með Vestfjörðum allt
í Látraröst í apríl 1969, voru og nægilega stórir til að bera með
sér að ströndum varanlegar menjar eins og steina af fjarlægum
Iöndum norðurhjarans.
HEIMILDARIT
Anonymous. 1969: Veðráttan, april 1969. Veðurstoían, Reykjavík.
Hermann, Frede og Thomsen, Helge. 1946: Drilt Bottle Experiments in the
northern Nortli Atlantic. — Medd. Komni. Danm. Fiskeri og Havunders.
Serie Hydrogr. III. Kaupmannahöfn.
Leiðsögubók fyrir sjómeftn við ísland. 1. Veslurland frá Reykjanesi að Horni.
1949. Vita- og hafnamálaskrifstofan, Reykjavík.