Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 102
220
NÁTT Ú RU FRÆÐl NGURIN N
er hér aðeins nm að ræða óþarfa hjábita, sem jurtirnar eru að
seilast eftir?
Tilraunir hafa verið gerðar með sóldögg og blöðrujurt í því
skyni að komast eftir, hvort þessar jurtir gætu bjargazt af með sömu
fæðu og jurtir almennt nota, og hefur komið í ljós, að þær geta
það, en verða þá ekki einu sinni hálfdrættingar að þroska, hvar
sem á er litið. Kemur glöggt í Ijós, að þær eru vannærðar; enda
er það vænn spónn, sem t. d. blöðrujurtin missir úr askinum sín-
um, þar sem talið er, að ein jurt myrði um 3000 smákrahba yfir
sumarið.
Enginn er heldur svo blindur, að hann sjái ekki, að öll sú orka,
sem náttúran hefur lagt af mörkum til þróunar veiðitækni þessarra
jurta, hlýtur að hafa mikilsverða þýðingu.
Við þekkjum ekki sögu dýrætnanna frá upphafi, en við getum
þó ímyndað okkur, að óheppileg lífsskilyrði, sem þær hafa orðið
við að búa, hafi gert það að verkum, að þær urðu vannærðar. Svo
að jurtirnar yrðu ekki undir í lífsbaráttunni, hefur náttúran ekki
fundið betri ráð en þau að láta þær myrða dýr. Sennilega finnast
okkur þessar ráðstafanir heldur kuldalegar, en hvert sem litið er,
þá hefur nú gangur lífsins einu sinni verið svona frá örófi alda:
„Að eins dauði sé annars líf.“
heiðursfélagi
Á aðalfundi Hins íslenzka náttúrufræðifélags 1969 var Eyþór
Erlendsson einróma kjörinn heiðursfélagi þess. Eyþór hefur, sem
kunnugt er, sýnt Náttúrufræðingnum mikla rausn og vinarhug
með því að gefa 6 litmyndir til að prýða ritið, auk allmargra ann-
arra mynda í einstakar greinar. Þeim, sem fylgzt hefur með út-
gáfukostnaði tímarita, er ljóst hver styrkur þeim er að slíkum
gjöfum. Með því að kjósa Eyþór heiðursfélaga hefur félagið viljað
sýna honum vináttuvott sinn og tjá honum þakkir fyrir þennan
ágæta stuðning.