Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 46
164
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
hann í Breiðdal (Flóra íslands, 1948). Þarna í BreiÖuvík vex rjúpu-
stör og fleiri fjallaplöntur alveg niður að sjó.
18. Carex marina Dewey.: Strandstör.
Fundin í Breiðuvík, N.-Múl., 9. 8. 1968.
19. Carex pilulifera L.: Dúnhulstrastör.
Nú fundin víða á Austfjörðum frá Stöðvarfirði norður til Njarð-
víkur. A þessu svæði hef ég m. a. fundið hana í Húsavík, 1967, og
Breiðuvík, 1968. A báðum stöðum óx störin skammt frá sjó.
20. Carex salina Wg.: Marstör.
Fundin í Jökulsárhlíð, N.-Múl., Landsenda, 9. 8. 1967. Um af-
brigði skal ekki fullyrt, en er líklega var. borealis Almq.
21. Junciis arcticus Willd.: Tryppanál.
Fundin austur af Þjóðfelli, N.-Múl., 580 m hæð, 1968.
22. Juncus art.iculatus L.: Laugasef.
í Flóru ísl. aðeins getið frá tveimur stöðum á Austurlandi, þ. e.
Breiðdal og Fáskrúðsfirði. Laugasef fann ég í Haga í Norðfirði,
1966.
23. Juncus bulbosus L. f. pygmaea Moench.: Hnúðsef.
Áður fundið á nokkrum stöðum á Austurlandi. Sumarið 1968
fann ég það í Minna-Gæsavatni á Víknaheiði, N.-Múl.
24. Luzula arcuata (Wg.) Siu. var. confusa Lindeb.: Fjallhæra.
Afbrigði þetta af fjallhæru fann ég í Álftafirði, S.-Múl., í Öxlum
norðan Hofsdals, 19. 7. 1966. Samkvæmt Flóru ísl. hefur það ekki
fundizt áður á Austurlandi.
25. Luzula sudetica (Willd.) D.C.: Dökkhæra.
Dökkhæru fann ég haustið 1968 í Kröflu, S.-Þing., 600 m hæð.
26. Listera cordata (L.) R.Br.: Hjartablaðka.
í Flóru ísl. er tegund þessi sögð vaxa hér og hvar í öllum lands-
hlutum. Á ferðum mínum s.l. tvö sumur hef ég athugað nokkuð