Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 110
228
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Ummyndun líjrœnna efna í mú.
Mórinn er ummyndaðar leifar jurta eins og áður var tekið fram.
Hann er öðru vísi að efnasamsetningu en gróðurinn, sem hann er
myndaður af. Margs konar efnabreytingar verða í hinu lífræna efni
vegna lífsstarfs loftfælinna gerla. Þessar breytingar halda áfram
langa lengi og mórinn er jafnan þeim mun ummyndaðri því eldri
sem hann er. Samsetning mósins fer þannig ekki eingöngu eftir
því af hvaða jurtum hann er myndaður, heldur einnig eftir aldri
hans og breytilegum skilyrðum við myndun mómýra.
Lifandi jurtir hafa að geyma margs konar lífræn og óiífræn efni.
Nokkrir helztu flokkar slíkra efna eru eftirfarandi: selluiósa, kol-
vetni eða kolhydröt, eggjahvítuefni, fita, vaxtegundir, lignín,
pektínefni. Flest þessara efna eru allflókin að bvggingu og verður
efnafræðilegri gerð þeirra ekki nánar lýst hér. Mörg þessara efna
er að finna í mó, en þó einkum efni, sem orðið hafa til við um-
myndun þeirra, svonefnd húmusefni og móvax.
Ungur mosamór með húmusgráðu H-1 til H-3 inniheldur tals-
vert af óummynduðum jurtaefnum, svo sem sellulósu, kolhydröt-
um og eggjahvítuefnum, einnig getur verið talsvert af ligníni, ef
mórinn er myndaður af trjákennduin jurtum.
Sellulósa er styrktarefni jurtanna. Frumuveggir ungra jurta eru
gerðir nær eingöngu af sellulósu, en í veggi eldri frumna safnast
einnig önnur efni, einkum lignín.
Sellulósa stenst mjög vel áhrif allra kemiskra efna og er óleysan-
leg í flestum upplausnarefnum. (Bómull er nær hrein sellulósa.)
Hins vegar leysist selhdósa tiltölulega fljótt sundur af gerlum. Sellu-
lósa er einmitt það efni, sem eyðist livað mest og fljótast vegna
gerlastarfsemi. í ungum mosamó getur sellulósa verið 10— 15%, en
í vel rotnum stararmó er yfirleitt engin sellulósa. í slíkum mó er
einnig mjög lítið af kolvetnum.
Húmusefni mósins eru þó ekki eingöngu mynduð af sellulósu,
heldur eiga öll lífræn efni jurtanna þátt í þeirri ummyndun og enn-
fremur efni, sem eru afurð efnaskipta gerlanna sjálfra.
Aðalefni í grasi eða heyi af óræktaðri jörð (útheyi) eru kolvetni,
auk sellulósu. Samsetning eftir efnagreiningu getur í grófum drátt-
um verið þessi, í hundraðshlutum lífræns efnis: