Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 110

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 110
228 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Ummyndun líjrœnna efna í mú. Mórinn er ummyndaðar leifar jurta eins og áður var tekið fram. Hann er öðru vísi að efnasamsetningu en gróðurinn, sem hann er myndaður af. Margs konar efnabreytingar verða í hinu lífræna efni vegna lífsstarfs loftfælinna gerla. Þessar breytingar halda áfram langa lengi og mórinn er jafnan þeim mun ummyndaðri því eldri sem hann er. Samsetning mósins fer þannig ekki eingöngu eftir því af hvaða jurtum hann er myndaður, heldur einnig eftir aldri hans og breytilegum skilyrðum við myndun mómýra. Lifandi jurtir hafa að geyma margs konar lífræn og óiífræn efni. Nokkrir helztu flokkar slíkra efna eru eftirfarandi: selluiósa, kol- vetni eða kolhydröt, eggjahvítuefni, fita, vaxtegundir, lignín, pektínefni. Flest þessara efna eru allflókin að bvggingu og verður efnafræðilegri gerð þeirra ekki nánar lýst hér. Mörg þessara efna er að finna í mó, en þó einkum efni, sem orðið hafa til við um- myndun þeirra, svonefnd húmusefni og móvax. Ungur mosamór með húmusgráðu H-1 til H-3 inniheldur tals- vert af óummynduðum jurtaefnum, svo sem sellulósu, kolhydröt- um og eggjahvítuefnum, einnig getur verið talsvert af ligníni, ef mórinn er myndaður af trjákennduin jurtum. Sellulósa er styrktarefni jurtanna. Frumuveggir ungra jurta eru gerðir nær eingöngu af sellulósu, en í veggi eldri frumna safnast einnig önnur efni, einkum lignín. Sellulósa stenst mjög vel áhrif allra kemiskra efna og er óleysan- leg í flestum upplausnarefnum. (Bómull er nær hrein sellulósa.) Hins vegar leysist selhdósa tiltölulega fljótt sundur af gerlum. Sellu- lósa er einmitt það efni, sem eyðist livað mest og fljótast vegna gerlastarfsemi. í ungum mosamó getur sellulósa verið 10— 15%, en í vel rotnum stararmó er yfirleitt engin sellulósa. í slíkum mó er einnig mjög lítið af kolvetnum. Húmusefni mósins eru þó ekki eingöngu mynduð af sellulósu, heldur eiga öll lífræn efni jurtanna þátt í þeirri ummyndun og enn- fremur efni, sem eru afurð efnaskipta gerlanna sjálfra. Aðalefni í grasi eða heyi af óræktaðri jörð (útheyi) eru kolvetni, auk sellulósu. Samsetning eftir efnagreiningu getur í grófum drátt- um verið þessi, í hundraðshlutum lífræns efnis:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.