Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 54
172
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Þarna vex bergsteinbrjóturinn víða á bergsyllum í þverhníptu
hamrabelti, og er þetta nyrzti þekkti vaxtarstaður hans á Aust-
fjörðum.
43. Genm rivale L.: Fjalldalafífill.
Þótt undarlegt megi virðast, fann ég fjalldalafífil hvergi í Vopna-
lirði, og er hann þó algengur bæði á Héraði og á Langanesströnd,
a. m. k. í Gunnólfsvík. Bóndinn í Teigi í Vopnafirði, Gunnar
Valdimarsson, tjáði mér, að fjalldalafífill hefði fyrir alllöngu síðan
vaxið á einum stað í Teigslandi og þótt fágæti. Þaðan væri hann
nú horfinn.
44. Arctostaphylos uva ursi (L.) Spr.: Sortulyng.
Utbreiðsla sortulyngs virðist vera mjög ójöfn á Austurlandi.
Sums staðar er það mjög algengt, en annars staðar vantar það alveg
á stórum svæðum, þótt vaxtarskilyrði virðist fyrir hendi. Til dæmis
sá ég hvergi sortulyng x Borgarfiiði eða Breiðuvík, N.-Múk, s.l.
sumar. Annar bóndinn á Desjarmýri í Borgarfirði, Ingvar Ingvars-
son, sem er glöggur á plöntur, sagðist hafa séð sortulyng á einum
stað í byggðarlaginu, í Urðarhóluiu, að mig minnir.
45. Empetrum nigrum L. f.: Krækilyng.
Á Einarsstöðum í Vopnafirði vex krækilyng með rauðdröfnótt-
um aldinum. Húsfreyjan, Hildigunnur Valdimarsdóttir, fann þetta
tilbrigði, sem aðeins er þekkt frá fáum stöðum á landinu, á smá-
bletti nokkru innan við bæinn fyrir allmörgum árum. Skoðaði ég
vaxtarstaðinn, senr er aðeins um 1 m2 að flatarmáli, en aldinin
voru ekki orðiir þroskuð þann 21. júlí 1968, enda vorið með eixr-
dænrum kalt. Svipað tilbrigði af krækilyngi mun lrafa fundizt að
Teigi í Vopnafirði.
46. Melilotus officinalis (L.) Lam.: Gulur steinsmári.
Þessa sjaldgæfa slæðings er í Flóru Isl. getið frá þremur stöðum
á Norðurlandi. Haustið 1967 fékk ég send af lronttm eintök frá
Vatnsskógum í Skriðdal, S.-Múl., en húsfreyjan þar, Margrét Hall-
dórsdóttir, lrafði fundið hann í kartöflugarði. Sumarið eftir bárust
mér frá henni blómguð eintök.