Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
133
stofu falið starfið, þótt sú stofnun hefði nálega ekkert til slíkra
hluta nema hæfileika og dugnað forstöðumannsins, Dr. Þorkels Þor-
kelssonar. Um 1924—25 þótti sýnt, að löggildingarstofuna mætti
leggja niður sem sjálfstæða ríkisstofnun, og var það gert með lögum
árið 1925. En sjálfsagt þótti, að starfsemi veðurfræðideildarinnar
þyrl'ti að halda áfram og bæta við sérfræðingum. l.eitaði þá Dr.
Þorkell til Jóns um möguleika á, að hann kæmi heim. Svör Jóns
urðu jákvæð, og þegar Veðurstofunni voru sett lög árið 1926, var
Jón skipaður fulltrúi þar.
Hin unga stofnun hlaut erfitt verkefni, hún átti að spá um eitt
breytilegasta veðurfar á norðurhveli jarðar, og á svæði þar sem
veðurfregnir voru einna strjálastar. En segja má, að árangurinn hafi
verið ágætur miðað við aðstæður. Eftir að Jón konr til Veðurstof-
unnar jókst þessi starfsemi, og varð smárn saman lrans verksvið,
sérstaklega eftir að Ríkisútvarpið hóf útvarp veðurfregna. Munu
nrargir landsnrenn hafa fengið sín fyrstu kynni af „veðurspám" á
þeinr árunr, Jrví dreifing þeirra varð miklunr nrun víðtækari en
með Jreim aðferðunr, senr áður höfðu tíðkazt. Jón átti mjög ríkan
Jrátt í að móta fornr og flutning veðurfregnanna. Á Jressum árunr
tíðkaðist, að Jón og síðar aðrir höfundar veðurspánna flyttu Jrær
sjálfir, og við Jrá tilhögun sköpuðust nriklir möguleikar á persónu-
legu sanrbandi veðurfræðings og aljrýðu nranna. Jón var svo skapi
farinn, að honum mun hafa fallið Jrað vel í geð.
Brátt kom að Jrví, að athafnaþrá og vísindaáhugi Jóns leituðu
víðara starfssviðs en veðurspánna eingöngu. Umræður unr virkjun
fallvatna hérlendis höfðu farið franr um langt árabil, og ýmsar rann-
sóknir og mælingar verið gerðar. Rit og rannsóknir um jökla voru
að vísu enn eldri, en feykilega strjálar og eldri en svo, að aðferðum
vísinda nútímans væri við þær Ireitt. Jóni var vel ljóst, meðal annars
vegrra starfs síns í Noregi, að jöklarannsóknir voru eitt grundvallar-
atriði náttúruvísinda hér á landi, þekking á jöklunum og vatna-
búskap þeirra voru nauðsynleg undirstaða allra meiriháttar áætlana
unr vatnsvirkjanir, og gátu aukið skilning manna á loftslagsbrevt-
ingunr á Islandi, auk Jress að vera merk og sjálfstæð vísindagrein.
Hann hóf jöklarannsóknir fyrir alvöru árið 1930, er hann hafði
fengið styrk Menningarsjóðs til þeirra. Eitt aðalatriðið var að mæla
reglulega lengdarbreytingar ýmissa skriðjökla, og fyrsta sumarið var
grundvöllurinn lagður. Aðalstarlið var að ferðast um landið, setja