Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 135
NÁTT Ú RU FRÆÐINGURINN
253
verið. Víða má sjá í hlíðum hennar greinileg merki þess, að jökull
hefur sorfið hana til hæstu brtina. Á þetta einkum við hallandi
klappir norðvestan í henni. í upphafi vakti það athygli mína, að
uppi á eynni er meira af lausum grjótmulningi en víðast á fjöllum
í Mýrdal, en við nánari athugun er ekki neitt á því að byggja,
livað yfirferð jökuls áhrærir. Móbergið í efstu lögum eyjarinnar er
víða sérstaklega mjúkt og laust í sér og hefur því veðrazt auðveld-
lega. Þótt ég hafi ekki fundið skýlausar jökulrispur á eynni að
ofan, tel ég tvímælalaust eftir svörfun bergsins, að eyjan hafi verið
öll jökli hulin á síðasta jökulskeiði.
Fellsfjall er svipmikill fjallsrani, er gengur suður úr Fellsheiði.
Suðurhorn þess er sem næst 350 m y s., en nyrzt er það hæst 394 m
y. s. Það rís að sunnan yfir sléttlendið um 300 m. Fjallið er svo
að segja hreint móbergsfjall, svo að ekki er von til, að það geymi
glöggar jökulrispur, en sýnilega eru hlíðar þess bæði að austan og
vestan mikið jökulsorfnar, en minna ber á því, þegar ofar dregur
í fjallið. Þegar horft er frá austri á fjallið, virðist mér ekki hægt að
skýra hina mjúku drætti, sem eru í hásléttu þess á annan veg en
að jökulskrið hafi rækilega heflað ofan af því, en Felsfjall mun telj-
ast til móbergshryggja eftir skilgreiningu Guðmundar Kjartansson-
ar jarðfræðings. Hrygglögunina vantar þó á það að ofan, svo að
það hefur hvorki tinda eða hvassa egg, sem einmitt er einkenni
flestra hryggja, sem ekki hafa orðið fyrir miklu rofi af völdum
jökulskriðs, og veiður því hinn svo til slétti flötur á fjallinu að ofan
vart skýrður með öðru en að jökulskrið hafi rofið mestu ójöfnurn-
ar ofan af því.
Búrfell er einstætt móbergsfjall nyrzt á hæðasvæði því, sem mynd-
ar Geitafjall og Steigarháls. Það er hæst 393 m y. s. og rís um 230 m
yfir umhverfi sitt. Suðurhluti þess er ávalur móbergsböltur (Skjól-
haus), 330 m y. s., en norðan hans er nokkur lægð í fellið. Norður-
hlutinn er hömrum girtur með allmiklum slakka, sem liggur eftir
því frá norðri til suðurs. Hvassar eggjar eru einnig á austur- og
vesturbrún. Sérstaklega mynda vestur-Eggjarnar hvassa brún, sem
er um 20 m hærri en slakkamiðjan. Norðausturhorn fellsins er úr
basalti, sem nær þó vart lengra upp en tvo þriðju af hæð þess.
Þarna mun um gígtoppa að ræða frá myndunartíma fellsins, en það
er trúlega allmiklu eldra en hæðirnar, er liggja að því á alla vegu
nema norðan. Sennilega er aðeins hluti hins upprunalega fjalls