Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 124
242
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Sennilega vaxa þeir mun hægar hér á landi. Talið er, að ána-
maðkar geti orðið allt að 6 ára gamlir úti í náttúrunni. En fáir
ná þeim aldri, sjúkdómar, fuglar, veiðimenn o. s. frv. sjá fyrir því.
Þegar ánamaðkar grafa sig niður vegna erfiðra lífsskilyrða, leggj-
ast þeir stundum í dvala margir saman í bendu, sennilega til hlífð-
ar hver öðrum.
Til er erlendis urmull ánamaðkategunda. í Ástralíu verður ein
tegundin 3—4 m á lengd, líkt og slanga. Ein lítil erlend tegund
lýsir í myrkri, önnur spýtir svíðandi vökva 30—35 cm frá sér til
varnar.
Ánamaðkar voru notaðir til lækninga fyrr á tímum og voru mörg
hindurvitni í sambandi við það. Þessa er t. d. getið í íslenzkum
þjóðsögum. Nú er farið að nota ánamaðka sem tilraunadýr í læknis-
fræðilegum tilgangi.
Talið er, að hinar gráu ánamaðkategundir lifi jafnaðarlega dýpra
í jörðu en hinar rauðleitu. Rauðleitu tegundirnar eru meiri yfir-
borðsdýr og eru algengar í laufskógum, þar sem þær umbreyta
föllnu laufi og flýta fyrir rotnun þess. Úrgangur maðkanna þar
verður að miklu leyti eftir á yfirborðinu. Minni munur er á þessu
í garði og á akri. Þar hefur jarðvinnsla breytt skilyrðum stórlega
og þar er e. t. v. hlutfallslega minni þörf fyrir starfsemi ánamaðka
en í graslendi og skógi. Garðar og akrar eru plægðir eða stungnir
upp og moldin losuð á hverju vori og stundum einnig á haustin.
Frost gengur þar öllu dýpra í jörð en á grónu landi að öðru jöfnu
og er það verra fyrir margar h'fverur í moldinni. Alhniklar sveifl-
ur virðast á fjölda ánamaðkanna, þeim fækkar eftir harðan vetui
Yms dýr lifa og á þeim, þ. á m. sum skordýr og lirfur þeirra. Margií
liafa séð, hve naskir þrestir o. fl. fuglar eru að grípa ánamaðkana
og draga upp úr holum sínum á morgnana, en þá eru maðkarnir
oft í uppgöngum holanna. Tekizt hefur að halda lífi í ánamöðk-
um í allt að 10 ár í tilraunastolum. En jafnaðarlega munu Jreir
naumast verða eldri en tveggja ára úti í náttúrunni.
I magurri jörð vaxa þeir hægt og verða seint kynjrroska. — Mun
meira er af ánamöðkum þar, sem lengi hefur verið borinn á búfjár-
áburður, safnhaugamold eða Skarni heldur en þar, sem eingöngu
hefur verið notaður tilbúinn áburður — að öðru jöfnu. í nýfram-
ræstri mýrlendisnýrækt er lítið um ánamaðka og eins í magurri
holtamold.