Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 80
198
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
fljóts. Gera verður ráð fyrir að miklu fleiri gígir hafi verið í þess-
ari gígaröð heldur en þeir, sem nú sjást, því Skaftáreldahraunið
flæddi yfir að Iieita má allt svæðið milli Brattaháls og Miklafells,
og er því líklegt, að aðeins stærstu gígirnir standi upp úr því. Einn
þeirra er geysimikill hraungígur og hefur hraunið runnið út úr
honum að suðaustan. Frá Rauðhól, vestan Miklafells, hafa mikil
hraunflóð fallið suður dalinn og sameinazt þeim hraunstraumi,
sem kom úr gígunum austan fellsins og féll um dalinn milli Hnútu
og Miklafells. Ætla má, að þar hafi Hverfisfljót hið forna áður
runnið. Það hefur því orðið að víkja fyrir hrauni á sarna hátt og
Skaftá. Síðar gróf það sér gljúfur í þetta hraun, unz Skaftárelda-
hraunið hrakti það austur fyrir Hnútu.
Hraunflóðið féll svo suður dalinn milli Dalfjalls og Brattalands,
en ein kvísl úr austurhluta Rauðhólaraðarinnar féll suður austan
við Brattháls og milli hans og Kálfafellsheiðar. Álma úr því hrauni
féll þó vestur af milli Hnútu og Dalfjalls og hefur þar sameinazt
vestustu hraunkvíslinni, en eystri meginkvíslin hefur runnið milli
Núpafjalls og Kotafjalls. Gengur þetta hraun ixndir nafninu Núpa-
hraun. Smáspýja úr því féll um kletta og bratta skoru, Tröllaskarð,
norðan Núpafjalls niður á jafnsléttu. Líklega hefur þar þá verið
vatn fyrir, því gervigígur hefur myndazt þar. Við Tröllaskarð er
jarðvegur undir Núpahrauni (7. mynd).
Eins og áður er sagt gætu sumir gígirnir suðaustanmegin gíga-
raðarinnar vestan Hverfisfljóts verið gervigígir. Mér er þó nær að
halda, að flestir þeirra og jafnvel allir séu raunveruleg eldvörp,
því eins er við austurhluta gígaraðarinnar, að þar er röð af litlum
gígum samsíða megingígaröðinni og virðast þeir vera eldvörp,
enda þótt fulla sönnun fyrir því vanti, því þeir eru að nokkru
komnir undir hraunflóðin frá megineldvörpununr.
Líklegast sýnist mér, að í byrjun gossins hafi gosið á báðum þess-
um línum, en að fljótlega hafi gígaröð sú, sem er næst því að vera
í sigdalnum miðjum, orðið ráðandi.
Gígurinn najst austan við Hverfisfljót er geysimikið eldvarp.
Hann er opinn til suðurs og hraunflóð mikil hafa þaðan runnið.
Hraun er á botni gígsins. Raunar er jiarna um tvo gígi að ræða,
sem skildir eru af smáhafti, og eru báðir aflangir í stefnu gígarað-
anna.
Rétt norðaustan við þennan mikla gíg er annar mjög stór, en þó