Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
157
lengst af hefur verið tíðkuð af grasafræðingum. Enda þótt slík skipt-
ing varði kannski ekki miklu, vil ég víkja hér að henni nokkrum
orðum.
í 1. og 2. útgáfu Flóru íslands (1901, 1924) var landinu aðeins
skipt í 5 hluta. Miðhálendið var þar ekki talið sérstakur lands-
hluti, enda rannsóknir á gróðri hálendisins þá skamrnt á veg komn-
ar. Síðar tók hins vegar Joliannes Gröntved (1942) upp skiptingu
landsins í 15 liluta, þar af voru 5 hálendissvæði. Þessi fjölgun
landshluta gaf vissulega kost á nákvæmari upplýsingum um út-
breiðslu tegunda og var að því leyti ekki óskynsamleg; en mörk
þau, sem Gröntved dró, virðast í mörgum tilvikum hafa verið
óheppilega valin, t. d. þræddu þau víða sveitir að endilöngu, þar
sem ár en ekki fjallgarðar voru látnar ráða markalínum. í 3. út-
gáfu Flóru íslands (1948) var svo landinu skipt í 10 hluta, og um
margt fylgt skiptingu Gröntveds, meðal annars á landinu austan-
verðu. Norð-Austurland og aðliggjandi svæði verða þar einna harð-
ast úti, þar sem frá sjó er fylgt stóránum Jökulsá á Dal og Jökulsá
í Axarfirði, en mörk Miðhálendisins suður af dregin eftir beinni
línu frá Grímsstöðum að Brú á Jökuldal. Nú kann það að vera álita-
mál, hvort við slíka skiptingu skuli reynt að taka tillit til náttúru-
legra gróðurmarka, en vart var hægt að sniðganga þau öllu ræki-
legar en í þessu tilviki. Um það má og lengi deila, hvar slík mörk
skuli dregin, og taka verður tillit til margra þátta og ekki ein-
göngu gróðurfarslega, áður breytingar eru ákveðnar. Flestum mun
líka ljóst, að þótt ýmissa hluta vegna sé haganlegt að viðhalda lands-
íilutaskiptingu svipað og tíðkazt hefur, þá er brýn nauðsyn að koma
hið fyrsta á samræmdri skiptingu landsins í miklu smærri reiti.
Má þar ef til vill hafa nokkra hliðsjón af þeirri kortlagningu á flóru
Evrópu, sem nú er unnið að. Annars þurl'a þessi mál að ræðast í
hópi náttúrufræðinga, þannig að þau komist í höfn áður en Flóra
íslands verður gefin út í nýrri útgáfu.
Hér verða ekki lagðar fram ákveðnar tillögur urn endurskoðaða
landshlutaskiptingu, heldur aðeins varpað fram hugmynd um nátt-
úrufræðileg mörk milli Austurlands og annarra landshluta. Tel ég
ekki óskynsamlegt, að þau verði í suðri dregin um Skeiðarársand,
en endi í norðri við Melrakkanes á Sléttu. Inn til landsins verði
frá Melrakkanesi fylgt vatnaskilum suður um Axarfjarðarheiði,
Þverfell, Laufskála- og Hvannstaðafjallgarð, Bungu, Haug og