Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 6
130 NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN snemma verið hugstæð, því að í janúar 1919 sendir hann Skírni grein um „Veðurfræðistöð á íslandi", þar sem gerð er grein fyrir þekkingu manna í veðurfræði um þær mundir, lýst starfsemi dönsku veðurstofunnar og bent á, hvert gagn geti orðið að starfi samsvar- andi stofnunar á íslandi. En líklega hafa honum borizt fréttir um svipað leyti, er ollu því, að hann sneri baki við Kaupmannahöfn, í Bergen hafði fáum árum fyrr hafizt einn merkilegasti og sér- kennilegasti kaflinn í sögu veðurfræðinnar. Maður er nefndur Vil- helm Bjerknes, prófessor í eðlisfræði við Oslóarháskóla. Hann hafði um allmörg ár fengizt við ýmis vandamál vökvaaflfræðinnar, og kornizt á þá skoðun, að gerlegt væri að segja fyrir um veður fram í tímann, með því að nota lögmál aflfræðinnar. Og Bjerknes gerði meira, hann benti einnig á, hvaða kennisetningar ætti að nota, hvernig ætti að beita þeim, og hvaða stærðfræðibúning jryrfti að veita þeim til að gera þær nothæfar. Fræði sín hafði Bjerknes kynnt mönnum víða um lönd, einnig vestanhafs, og orðið vel þekktur fyrir. Árið 1913 bauðst honiun mjög góð fræðimannsstaða í Leipzig, og flutti hann þangað ásamt tveimur ungum aðstoðarmönnum sín- um norskum, sem síðar urðu þekktir vísindamenn. Vísindastofnun- in í Leipzig fór mjög vel af stað undir stjórn Bjerknes, en stríðið varð henni ofurefli. Hún veslaðist npp, og árið 1917 hvarf Bjerk- nes heim til Noregs aftur, ekki til síns fyrra starfs í Osló, heldur að nýstofnuðu prófessorsembætti í Bergen. Vera má, að hinum fræga manni hafi fundizt hann vera korninn í hálfgerða útlegð í heimalandi sínu, en hafi svo verið, lét hann jrað ekki á sig fá, heldur tók ótrauður til starfa. Auk kennarastarfanna skipulagði hann veðurþjónustu fyrir Vestur-Noreg, og fjölgaði veðurstöðvum þar að miklum mun. Hér fékk hann og samstarfsmenn hans tæki- færi til að prófa kenningar sínar gamlar og nýjar, reyna við aðstæð- ur veruleikans, hvaða gagn þær gátu gert alþjóð. Árangurinn varð slíkur, að stofnunin varð víðfræg á fáum árum, og til hennar streymdu veðurfræðingar víðs vegar að, bæði velþekktir fræðimenn, sem vildu kynna sér hinar nýju aðferðir, en Jdó ekki síður ungir menn og ójtekktir, sem fundu, að þarna var eitthvað nýtt á ferð- inni, og vildu bæði læra hið nýja og taka Jrátt í framförunum. Og enginn mun hafa farið þangað erindisleysu, rneðal stúdenta frá Bergen á þessum árum er að finna flesta Jtá menn, sem fremst hafa staðið á sviði veðurfræðinnar á áratugunum frá 1920 til 1950.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.