Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1976, Qupperneq 11

Náttúrufræðingurinn - 1976, Qupperneq 11
NÁTT URUFRÆÐINGURINN 113 lægð frá upptökum, getur sami skjálftinn fengið mismunandi stiga- gjöf eftir því, hve langt frá upptökum stigin eru metin. Þessi kvarði á því ekkert skylt við mat á stærð skjálftans eða orku lians, þótt þessum hugtökum, áhrifum og stærð sé oftast ruglað saman í frétt- um af skjálftum. Nú er almennt notaður áhrifakvarði Mercallis, sem hér er prentaður í Viðauka 1. Sem dæmi um áhrifastig skjálfta má taka áhrif skjálftans á Dalvík 1934, sem margir nruna. Hann var mjög harður á Dalvík, af 74 húsum hrundu 18, en 33 skemmd- ust svo, að þau urðu ekki íbúðarhæf. Eftir þessum áhrifum var skjálftinn metinn VIII—IX stig á upptakasvæðinu. (Thorarinsson 1937). Á Húsavík þótti skjálftinn allsnarpur. Allir innanhúss og margir utan dyra fundu skjálftann. Hlutir römbuðu og myndir skekktust á veggjum. Þessi lýsing kemur heinr við V stig á kvarð- anunr. Sunnanlands var skjálftinn mjög vægur og aðeins einstaka maður varð hans var innanhúss. Slík áhrif eru metin aðeins II stig. Þetta mat á áhrifum skjálftans er algerlega óháð jarðskjálftamæling- unr líkt og veðurathuganamaður þarf ekki að mæla vindhraða til að meta, hvort úti sé gola (3 vindstig), kaldi (5 vindstig) eða hvass- viðri (8 vindstig). Öðru máli gegnir, ef mæla skal stærð skjálftans og meta orku hans. Þá þarf jarðskjálftamæli og vitneskju um fjar- lægð mælisins frá upptökum skjálftans. (Viðauki 2). Stærð skjálfta er oftast mæld á svonefndum Richterskvarða. Hann er kenndur við skjálftafræðinginn Charles F. Richter, sem bjó sér til þennan kvarða til að bera saman skjálfta í heimalandi sínu í Kaliforníu. Hann valdi staðlaðan jarðskjálftamæli og mældi útslag skjálftans í 100 km fjarlægð frá upptökum. Skjálfti, sem var svo lítill, að útslagið mældist aðeins 1 mm fékk stærðina 3. Skjálfti úr sönni fjarlægð með tíu sinnum stærra útslag fékk stærðina 4 og skjálfti með 100 sinnum stærra útslag stærðina 5. Þannig vex stærð- in um 1 í hvert sinn, sem útslagið tífaldast. Ef skjálftinn er ekki í 100 km fjarlægð, verður að leiðrétta útslagið sem fjarlægð munar (Richter 1935). Þessi kvarði hefur náð almennum vinsældum og er nú notaður um allan heim til að bera saman skjálfta. Reynslan hef- ur sýnt, að stærstu skjálftar ná rúmlega 8 stigum á Richterskvarða. Útslag þeirra er 100 milljón sinnum stærra en útslag skjálfta með stærð 0. Yfirleitt ber stöðvum nokkuð vel saman um stærð skjálfta, þótt áhrilin séu eðlilega mismunandi eftir fjarlægð frá upptökum. 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.