Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 16
118
N ÁTT Ú RU F RÆÐINGURINN
Landskjálflar árið 1784
Skjálftarnir árið 1784 eru líklega almestu skjálftar, sem komið
hafa síðan land byggðist. Fyrsti skjálftinn kom 14. ágúst, síðari hluta
dags og er stærðin áætluð 7,5—8 stig á Richterskvarða (Tryggvason
1973). Upptök hans voru nálægt Vörðufelli á Skeiðum. Þessi skjálfti
gerði mestan skaða í Biskupstungum, á Landi, í Efri-Holtum, á
Skeiðum og ofarlega í Grímsnesi. Hinn 16. ágúst kom annar mjiig
harður skjálfti. Var hann verstur í Flóa, Ölfusi og neðarlega í Gríms-
nesi.
í Rangárvallasýslu gjörféllu í þessum skjálftum öll hús á 29 bæj-
um en í Árnessýslu öll hús á 69 bæjum. Margir urðu undir húsum
og varð að grafa þá upp úr rústum en aðeins 3 týndu lífi. í Skál-
holti sakaði kirkjuna lítið, en hún var úr timbri. Flest önnur hús
á biskupsstólnum féllu eða skemmdust, nokkrir menn urðu þar
undir húsum en náðust þó lilandi. Hannes biskup varð ásamt heim-
ilisfólki að liggja í tjöldum en þá gerði rigningar miklar og illviðri,
svo menn urðu undir veturinn að flytja sig af heimilinu. Fluttist
biskup að Innra-Hólmi á Akranesi og síðar fluttist biskupsstóllinn
til Reykjavíkur, þar sem hann hefur verið síðan. Enginn skóli var
í Skálholti næsta vetur, og fluttist liann einnig til Reykjavíkur.
Árið 1789 hófust enn skjálftar vestast í Ölfusi og í gosbeltinu
j:>ar vestur af frá Selvogi norður á Þingvelli. í viku var varla nokk-
urn tíma kyrrt nótt og dag og tæplega 10 mínútur milli hræring-
anna. Lancl seig norðan Þingvallavatns milli Almannagjár og
Hrafnagjár um rúma 60 cm, vellirnir urðu að mýrlendi og mun
það meðal annars hafa orðið átylla til að leggja þinghald þar niður
árið 1800. Má segja, að þessir skjálftar hafi orðið afdrifaríkir í sögu
landsins, svipt Skálholt biskupi sínum og skóla og Þingvelli þing-
inu.
Landskjálftar árið 1896
Jarðskjálftum 1896 er ítarlega lýst af Þorvaldi Thoroddsen 1899.
Fyrsti skjálftinn kom 26. ágúst rétt fyrir kl. 10 um kvöld. Suður-
land hristist allt en þó langmest Rangárvellir, Land, Upp-LIolt og
Gnúpverjahreppur. Stærð skjálftans hefur verið áætluð 7—7,5 stig
á Richterskvarða (Tryggvason 1973) og áhrifin minnst IX—XI stig,
þar sem mest gekk á. í Landsveit gjörféllu öll hús á 28 bæjum af