Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 119 35, sem þar voru, en aðrir bæir stórskemmdust, jarðrask varð mikið, sprungur komu í jörð og jarðvegur umhverfðist. Skarðsfjall á Landi klofnaði allt og sprakk, ljallið hristi sig eins og hundur nýkominn af sundi. Grasvegurinn losnaði víða frá klöppinni og seig niður á láglendi. Stærstu sprungurnar náðu yfir sveitina þvera frá Ytri- Rangá um Lækjarbotna og Flagbjarnarholt vestur að Þjórsá, um 15 krn lengd. Morguninn eftir, 27. ágúst, kom nýr kippur. Var hann svo harður á Landi, að fólk, sem úti var, gat. ekki ráðið hreyfingum sínum en steyptist niður og veltist um jörðina. Um svipað leyti kom harður kippur í Vestmannaeyjum, hrundi grjót á menn við fýlatekju í Heimakletti og slasaðist einn þeirra svo alvarlega, að hann lést síðar af þeim áverkum. Hlé varð nú á hörðum skjálftum níu daga, en 5. september kl. 11 um kvöldið hristist Suðurlandsundirlendið enn af jarðskjálft- um, sem gerðu engu minna tjón en hinir fyrri. Voru þeir langharð- astir um Skeið, Holt og Flóa. Upptök fyrsta kippsins munu hafa verið mjög nærri Selfossi. I Flóa féll fjöldi bæja til grunna en hinir skemmdust flestir meira eða minna. Mikið hrundi af björgum úr austanverðu Ingólfsfjalli, einkum kringum Tannastaði, og eru þau áberandi við þjóðveginn. Býlin þrjú á Selfossi hrundu. Fólk flýði þar nakið úr rúmunum og út um glugga, þegar hvinurinn heyrðist og ósköpin dundu yfir. Þó kom kippurinn svo fljótt, að tæplega var ráðrúm að hlaupa ofan úr rúmunum. Votmúlahverfi, 7 býli með yfir 80 húsum, og Smjördalahverfi, 5 býli með um 50 húsum, hrundu gjörsamlega. í þessari liviðu köfnuðu hjón á Selfossi, þegar súð lagð- ist á rúm þeirra. Brúin á Ölfusá skemmdist töluvert, atkerishleinar brustu, hliðarstrengir losnuðu og stöpull undir trébrú, þar sem veg- urinn lá frá brúnni að sunnanverðu, datt, svo trébrúin hékk skökk og brotin. LTm stund varð öll umferð að hætta um brúna önnur en fótgangandi manna. Rúmri mínútu eftir þennan skjálfta undir Selfossi varð annar stór skjálfti nærri Þjórsárbrú. Var hann harð- astur um neðri hluta Holta, austanverðan Flóa og syðst á Skeiðum og í Grímsnesi. Berg hrundi frá stöplum Þjórsárbrúar, svo eigi stóð nema mjótt haft að stöplunum en brúna sakaði lítið. Norðaustur af gamla ferjustaðnum Króki í Holtum varð mikið jarðrask. Þar seig jarðvegstorfa um 2 m á þykkt og heill hektari að flatarmáli niður 1—2° halla. Torfan bcigglaðist í öldur og neðst vafðist jarð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.