Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
125
svæði, úr Eldgjá og síðast Lakagígum. Ekki hefur þó alltaf verið
svo kyrrt þarna. í einfaldri og sannri frásögn um jarðeldshlaupið
í Skaftafellssýslu 1783 eftir Jón prófast Steingrímsson og Sigurð
Olafsson klausturhaldara segir svo: „Þann 1. Junii kom fyrst. npphaf
vorra hörmunga, að þd fundust sterkir jarðskjálftar, eklú einasta
hér d Síðu, Landbroti, Meðallandi og Alptaveri heldur og vestur í
Mýrdal og austur í Örœfum, sem ætið jukust, þó mest gengi d kvöld
og morgna alla þd viku. S. Júní var heiðrikt veður um morguninn,
en um dagmdlabil dró upp svartan mökk af norðri sem fœrði.st yfir
Síðuna, svo þykkvan að dymmt. varð í húsum.“ Letta var upphaf
Skaftárelda í Lakagígum.
Mörg önnur dæmi mætti rekja um skjálfta og eldgos í þessu gos-
belti. Allsnarpir skjálftar fylgja oft gosum í Heklu. Ekki er ljóst
af heimildum, hvort skjálftar fylgdu gosinu í Öræfajökli 1362, þótt
telja verði afar líklegt að svo hafi verið. Gosið í Öræfajökli 1727
hófst með snörpum kippum, svo hörðum, að hús hristust og allt
féll niður er lauslegt var.
Skjálftar í nyrðra gosbelti1)
Norðan Vatnajökuls fylgja skjálftar gosbeltinu norður á Mel-
rakkasléttu. í norðanverðum Vatnajiikli hafa á síðustu árum orðið
nokkrir skjálftar, um 5 að stærð en þeir hafa hvergi fundist í
byggð. Nokkuð er um skjálfta í Dyngjufjöllum og hrinur verða
öðru hverju á Kröflusvæði, Þeistareykjum og Reykjaheiði en skjálft-
ar þar eru yfirleitt smáir, undir 4 að stærð.
Verulegir skjálftar liafa fylgt eldgosum í þessu belti.
„Ár 1724 aðfaranóttina hins 17. maí mdnaðar fóru menn (í Mý-
vatnssveit) að finna sterkar jarðskjdlftahræringar, héldust þœr allt
til dagmála daginn ept.ir; gaus þd fyrst upp sand og öskumokki
harla miklum úr Kröfufelli, er í logni féll niður allt. um kring hana
dsamt glóandi steinhrið. Jukust þd hrœringarnar með ósliapa reiðar-
slögum, svo engu var likara, en forganga mundu himin og jörð.
Féllu þar þá viða niður liús i grunn, stukku i sundur i þeim bitar
!) Greinin er skrifuð áður en skjálftar byrjuðu á þessu svæði 20. des. 1975 og
fjallar því ekki um þá atburði.