Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 38
140 NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN ist með hafstraumum. Hinar útlendu baldursbrár, sem oft berast hingað með fræi, eru flest liávaxnir og beinvaxnir stofnar 50—90 cm á hæð, með fjölda blómkarfa. Hinar íslensku eru miklu lægri og þéttvaxnari og blaðflipar þeirra tiltölulega þykkri og kjötkennd- ari en á hinum útlendu. Sjaldan lifa útlendu baldursbrárnar lengur en 1—2 sumur. Ymis afbrigði eru til af baldursbránni. Bera sum þeirra fremur lítið af fræjum og eru góðar garðaskiautjurtir, t. ck Vestmannaeyja- baldursbrá. A afbrigðinu discoflora vantar allar eða flestar tungu- laga jaðarkrónurnar. En á afbrigðinu liguliflora eru öll eða flest blómin með tungukrónum. Okkar baldursbrá er strandjurt í V.- Evrópu og á ströndum Eystrasalts. Hún er oftast fjölær, eða tvíær- fjölær. í nágrannalöndunum er liávaxnara, tvíært afbrigði algengt. (Varla talið sjálfstæð tegund?) Baldursbrá með flata stöngla og jafnvel flatar körfur hafa öðru hverju fundist bæði hér og erlendis. Elsta dæmið, sem ég veit um afbrigðilega baldursbrá hérlendis er frá Vallarnesi á Héraði árið 1918. Sú var með margar körfur samrunnar í eina stóra spor- baugótta, á enda mjög gilds stönguls, sem virtist samvaxinn úr mörg- um leggjum. Sérlega virtist mikið bera á flöturn baldursbrám á tímabilinu 1950 og fram um 1960 og það á ýmsum stöðum, t. d. í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Akranesi, Laugarvatni og vestur í ísafjarðarkaupstað. Mikið var af flötum baldursbrám úti í Örfiris- ey við Reykjavík árum saman. Sumarið 1952 mældi ég í Reykjavík flatvaxna baldursbrá 65 cm háa, með 7 cm breiðan og 2 mm þykkan stöngul. Körfurnar voru flatar og aflangar, jafnvel bugðóttar, líkt og ormar. Sums staðar voru tvær körfur vaxnar saman. Fáeinar litl- ar eðlilegar körfur voru neðan við óeðlilegu körfurnar. Voru hin- ar flötu mjög misstórar, t. d. fjórar stórar efst á sumum eintökum, en á öðrum skiptust á misstórar körfur efst á stönglinum. Sumir stönglar lágu hálfflatir við jörð og voru blöð aðeins á efra borði þeirra. Svipaðar baldursbrár fundust á Akranesi. Um miðjan júlí 1962 fundu börn í Kópavogi nokkrar slíkar. Mældist sú stærsta 41 cm á hæð, breidd hins flata stönguls 8 cm, en þykktin aðeins 3 mm. Baldursbrá, send vestan úr ísafjarðarkaupstað sama sumar, reyndist 70 cm há, með flata 7 cm breiða stöngia og margar körfur, flestar flatar. — Hefur nokkur séð flata baldursbrá s. 1. sumar? í ættkvísl baldursbráar er olía með sótthreinsandi og rotverjandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.