Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 72
174
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
39 veiddust aftur (þar af nokkrar oftar en einu sinni). Framan af
voru endurveiðarnar langmest á Álum eða á leiðinni þangað, en
um sumarið voru endurveiðarnar dreifðar um allan flóann. Það
er áður þekkt, að riðasilungurinn leitar gjarna að ósasvæðum eftir
hrygningu (Per Aas, 1970). En athyglisvert er, að þessar merkingar
gefa til kynna, að um 40% af veiðanlega hluta stofnsins veiðist ár-
lega, a. m. k. við núverandi sókn og stofnstærð, og er það mjög
mikið. Árið 1933 gaf veiði á riðastöðvunum mest 6 ára fisk, um
50 cm langan (Lamby, 1941). Sá fiskur er nálægt því að vera 2 pund
og samkvæmt Muus & Dahlsström (1967) eru hrogn 2 punda gálu
4000—5000. Nú er hrygningarfiskurinn aftur á móti mest 4 ára og
gálurnar nærri {rví að vera 1 pund. Slíkar gálur hafa aftur á móti
aðeins 1000—1500 hrogn. Jafnvel þótt hrygningarstofninn nú væri
jafnstór og 1933, sem reyndar er ósennilegt, ef hinar gífurlegu
framfarir í veiðitækni eru hafðar í huga, yrði klakið 2—3 sinnum
minna nú. En mér þykir sennilegt að klakið sé nú jafnvel enn
minna en það. Að vísu er stærð klaksins langt frá því að vera ein-
hlítur mælikvarði á stærð þar af leiðandi árganga, þar eiga skilyrð-
in í vatninu síðasta orðið.
Undanfarin ár hefur veiðin verið mjög lítil í Mývatni vegna lé-
legra árganga, og varla verður árferðinu kennt um í öllum tilfell-
um, miklu sennilegra tel ég, að nýliðun sé allt of lítil. Árið 1973
var 2 ára árgangurinn hlutfallslega stór og var búist við honum
í veiðina a. m. k. síðari liluta sumars 1975, en það brást. í samtöl-
um við Dagbjart Sigurðsson, Álftagerði, hefur komið fram að í
sumar var óvenju lítið af mikilvægustu fæðutegundum bleikjunn-
ar í fæðu hennar, bæði mý og krabba, en aftur á móti mest horn-
síli, sem venjulega er lítið étið. Gæti því hugsast, að nokkuð hafi
hægt á vextinum miðað við það, sem venja er (sbr. lengdardreif-
ingu árganganna 1933 og 1973). Þess ber að gæta, að umræddur
árgangur var stór í samanburði við aðra árganga, sem veiddust
samtímis, en það segir lítið um raunverulega stærð hans.
Hvernig er hægt að auka nýliðun í Mývatni?
Nú um nokkurra ára skeið hefur veiðifélagið sleppt nokkru
magni af sumaröldum seiðum (1975 var 70 þúsund sleppt), en ár-
angur af því er enn óljós. Ekkert er vitað um náttúrlega dánartölu