Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 96

Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 96
198 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN ætihvönn, grávíðir, hrossanál, vallhæra, bláberjalyng, krækilyng, friggjargras, gulmaðra, hvítmaðra, blásveifgras, smjörgras, engjafífill, túnvingull, fjallasveifgras, vallhumall, fjallafoxgras, tungljurt og vallarsveifgras. Grónir smáhólmar með áþekkum gróðri eru í sum- um tjörnunum. Fjær tjörnunum er áþekkur gróður á sandhólum, melum og í hrauninu og áður er lýst. Gróðurfar Herðubreiðar Hvergi nokkurs staðar í þeim heimildum sem mér liafa verið til- tækar er vikið einu orði að því að nokkurt líf sé að finna á því merka fjalli Herðubreið. Þeir sem um hana skrifa og segja frá ferðum sín- um þangað tala mikið um brattar hlíðar með urðum og grjóti, laus- um skriðum og ill- eða ókleifum liamraveggjum með fönnurn í gjót- um sem upp verði að paufast mót hvínandi grjótflugi. Þegar upp er komið er sagt frá hjarnfönnum, meira grjóti og fallegum gíg, en fyrst og fremst frá stórkostlegu útsýni í allar áttir. Síðan er haldið niður aftur, fljótar og auðveldar en upp, en ekki tekið eftir eða minnst einu orði á líf á fjallinu fagra, hvorki dýr né plöntur, svo sú spurning hlaut að vakna hvort fjallið væri gjörsamlega lífvana. Þó er frá þessu ein undantekning, því Ólafur Jónsson (1945) hefur það eftir fylgdarmönnum franskra hjóna sem gengu liátt upp í aust- urhlíðarnar sumarið 1934, að þau hafi komið með nokkra lauka- steinbrjóta með sér úr fjallgöngunni. Þetta virðist fylgdarmönnun- um hafa orðið minnisstætt. Sumarið 1975 athugaði ég nokkuð gróður í vesturhlíðum Herðu- breiðar, og gekk á fjallið við þriðja mann um leið, og fann þar tölu- vert af plöntum, enda var veður þannig að útsýni truflaði ekki að ráði. Rætur vesturhlíðar Herðubreiðar eru víðast ofan 600 m hæðar yfir sjávarmáli og ber þar töluvert á grávíði tilsýndar en melgras- þúfur eru á stangli og toppar af geldingahnappi, túnvingli og fleiri tegundum hér og þar. Milli 600 og 700 m hœðar fundum við alls 22 tegundir háplantna, auk þeirra sem þegar hafa verið nefndar uxu þar músareyra, axhæra, holtasóley, bjúgstör, dvergstör, blávingull, holurt, ólafssúra, lambagras, grasvíðir, skeggsandi, melskriðnablóm, blóðberg, krækilyng, fjallasveifgras, fjallapuntur, blásveifgras og vetrarblóm.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.