Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 96
198
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
ætihvönn, grávíðir, hrossanál, vallhæra, bláberjalyng, krækilyng,
friggjargras, gulmaðra, hvítmaðra, blásveifgras, smjörgras, engjafífill,
túnvingull, fjallasveifgras, vallhumall, fjallafoxgras, tungljurt og
vallarsveifgras. Grónir smáhólmar með áþekkum gróðri eru í sum-
um tjörnunum. Fjær tjörnunum er áþekkur gróður á sandhólum,
melum og í hrauninu og áður er lýst.
Gróðurfar Herðubreiðar
Hvergi nokkurs staðar í þeim heimildum sem mér liafa verið til-
tækar er vikið einu orði að því að nokkurt líf sé að finna á því merka
fjalli Herðubreið. Þeir sem um hana skrifa og segja frá ferðum sín-
um þangað tala mikið um brattar hlíðar með urðum og grjóti, laus-
um skriðum og ill- eða ókleifum liamraveggjum með fönnurn í gjót-
um sem upp verði að paufast mót hvínandi grjótflugi. Þegar upp
er komið er sagt frá hjarnfönnum, meira grjóti og fallegum gíg, en
fyrst og fremst frá stórkostlegu útsýni í allar áttir. Síðan er haldið
niður aftur, fljótar og auðveldar en upp, en ekki tekið eftir eða
minnst einu orði á líf á fjallinu fagra, hvorki dýr né plöntur, svo sú
spurning hlaut að vakna hvort fjallið væri gjörsamlega lífvana.
Þó er frá þessu ein undantekning, því Ólafur Jónsson (1945) hefur
það eftir fylgdarmönnum franskra hjóna sem gengu liátt upp í aust-
urhlíðarnar sumarið 1934, að þau hafi komið með nokkra lauka-
steinbrjóta með sér úr fjallgöngunni. Þetta virðist fylgdarmönnun-
um hafa orðið minnisstætt.
Sumarið 1975 athugaði ég nokkuð gróður í vesturhlíðum Herðu-
breiðar, og gekk á fjallið við þriðja mann um leið, og fann þar tölu-
vert af plöntum, enda var veður þannig að útsýni truflaði ekki að
ráði.
Rætur vesturhlíðar Herðubreiðar eru víðast ofan 600 m hæðar
yfir sjávarmáli og ber þar töluvert á grávíði tilsýndar en melgras-
þúfur eru á stangli og toppar af geldingahnappi, túnvingli og fleiri
tegundum hér og þar. Milli 600 og 700 m hœðar fundum við alls 22
tegundir háplantna, auk þeirra sem þegar hafa verið nefndar uxu
þar músareyra, axhæra, holtasóley, bjúgstör, dvergstör, blávingull,
holurt, ólafssúra, lambagras, grasvíðir, skeggsandi, melskriðnablóm,
blóðberg, krækilyng, fjallasveifgras, fjallapuntur, blásveifgras og
vetrarblóm.