Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 5
2. mynd. Samhengi milii
framleiðslu og hlekkja í
fæðukeðju miðað við 15%
nýtingu í hverjum lilekk
(Ólafur K. P<álsson, 1977).
— Tlie productivity in a
food chain based on 75%
groioth efficiency from one
link to another.
4
Hlekkir i fœóukeóju
þriðja til fimmta hlekk fæðukeðjunn-
ar, er lalið að afrakstursgeta þeirra
sé 8—900.000 tonn á ári. l>að er því
beitarþol íslenskra hafsvæða, sem
sníður fiskstofnunum stakk, þannig
að þeir geta að sjálfsögðu ekki vaxið
endalaust, jafnvel þótt þeir nytu al-
gerrar friðunar af manna hálfu. En
miklu skiptir hvar dýrastofnarnir eru
í fæðukeðjunni. I>ví aftar sem þeir
eru, því minni verður afrakstursget-
an, eins og 2. mynd sýnir.
Fiskmerkingar koma oft að gagni
Þegar kanna skal stærð einstakra
fiskstofna, verður þó að sjálfsögðu að
leita annarra ráða en rakið hefur ver-
ið hér að framan. Unt langt skeið
hefur fiskmerkingum verið beitt með
góðum árangri við athugun á fiski-
göngum. Þetta er öllum kunnugt. Ég
er ekki viss um, að mönnum sé jafn-
ljóst, að niðurstöður fiskmerkinga
geta einnig gefið mjög mikilvæga
vitneskju um stærð fiskstofna. Þessi
aðferð er þó í aðalatriðum rnjög ein-
föld. Ef við merkjum tiltekinn fjölda
fiska og þeir dreifast á handahófs-
kenndan hátt um allan fiskstofninn,
má gera ráð fyrir því, að hlutfall
merktra fiska og ómerktra í sjó, sé
hið sama og hlutfall merktra fiska og
ómerktra í afla. Fjöldi fiska í sjó
finnst þannig með venjulegum hlut-
fallareikningi. Þessi aðferð hefur ver-
ið talsvert notuð og stundum með all-
góðum árangri. Sent dæmi má nefna
að árin 1952—1966 veiddist t. d. svo
mikið af síld við vesturströnd Noregs,
sem merkt hafði verið við Norður- og
Austurland, að unnt var að nota þess-
ar niðurstöður til að reikna stofnstærð
norsk-íslensku síldarinnar á þann
hátt, sem að framan var greint (3.
mynd). Margs varð þó að gæta við
þessa útreikninga. Kanna þurfti með
tilraunum, hvernig síldinni reiddi af
fyrst eftir merkingu, þá þurfti að
kanna livort merkta síldin hefði
dreifst um allan stofninn. Augljóst
er, að mikla aðgæslu þurfti til að
finna rétt gildi á fjölda merktra sílda
í aflanum. Ef öllum merkjum er ekki
skilað, verður sú tala ol lág og stofn-
99