Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 22
skurns tækju í sig við kólnun varan-
lega segulmögnun í stefnu jarðsegul-
sviðsins á hverjum tírna. Skurnið skrá-
ir þannig umsnúninga jarðsegulsviðs-
ins eins og geysistórt segulbands-
tæki (11. mynd) sem spila má aftur
með mælingum yfir því úr skipum
eða flugvélum. Þetta kom heirn við
það, að frávikin lágu gjarnan sam-
síða úthafshryggjum, voru samhverf
um þá, og hliðruðust með þeim á
misgengissvæðum (sjá að neðan).
Þessi uppgötvun var afar mikilvæg,
því hún gerði kleift að bera sarnan
umsnúninga segulmögnunar hafs-
botnsbergsins og jarðlaga á þurru
landi (8. mynd a), og framlengja það
tímatal með því að reikna með nokk-
uð stöðugum rekhraða frá hryggjun-
um. Reyndist meðalhraði landreksins
þannig vera frá 1 cm á ári í hvora átt
frá hrygg (N-Atlantshaf) og upp í 6 cm
á ári (A-Kyrrahaf). Landslag hryggj-
anna er gjarnan því úfnara, sem gliðn-
un þeirra er hægari, en óvíst hvers
vegna. Hraði eyðingar jarðskurns við
eyjabogana og víðar er svipaður og
rekhraðinn, eða upp í 10 cm á ári. Út-
skýrir þessi hreyfing uppruna jarð-
skjálfta á þeim slóðum (6. og 9.
mynd).
Eldvirkni eyjaboganna, Andesfjalla,
og svipaðra svæða, sent gjósa mest
svoktjlluðu andesit-bergi, kemur til
við uppbræðslu hluta þess efnis, sem
er að flytjast þar ofan í undirdjúpin
og liitna (10. mynd). Bætist þannig
við meginlöndin í stað þess bergs,
sem rofnar af þeim fyrir áhrif vatns
og vinda.
I.íklegt er, að hreyfistefnur og hraði
landreksins liafi verið a.m.k. síðustu
60 milljón árin allsvipuð því, sem
nú er, því hér er um stór kerfi með
mikla tregðu að ræða. En þetta land-
rek er talið hafa byrjað fyrir 150—200
milljón árum, er Pangaea hafi kloínað
fyrst í tvo hluta (Laurasiu og Gond-
wanaland) og síðan fleiri. Með áfram-
haldandi landreki ættu meginlöndin
að safnast á ný saman í eitt eftir enn
fáein hundruð milljón ár.
Það Ieiðir af ofansögðu, að lítið af
hafsbotnunum ætti að vera eldra en
150 milljón ára. Boranir í setlög út-
hafanna með skipinu Glomar Chall-
11. mynd. Segulmögmmarstefna og aldur efstu laga (bólstrabergs og innskota) við
\ irkan lirygg undir úthafi. Berið saman við 8. mynd a. Þessi mynd er mjög einfölduð,
og líklegt að skilin milli bergs af mismunandi aldri séu hvorki bein né skörp.
Þykkt hins segulmagnaða lags er e.t.v. um 3 km, og breidd myndarinnar 100—500
km eftir gliðnunarhraðanum (Stacey).
Gilbert Gauss Matuyama Brunhes Matuyama Gauss Gilbert
116