Náttúrufræðingurinn - 1979, Qupperneq 27
meginlands heí'ur verið að þynnast og
síga lengi áður en gliðnun og mynd-
un blágrýtisskorpu hófst fyrir alvöru.
Þar hafa verið góð skilyrði til set-
myndunar og upphleðslu lífrænna
leifa í grunnum innhöfum. Rauðahaf-
ið gæti verið dæmi um slíkt tiltölulega
ungt innhaf, og sigdalir A-Afríku um
meginland sem er að byrja að gliðna.
Árið 1971 komu fram kenningar
uin, að aflvaki landreks og skyldra
fyrirbrigða væri ekki jafndreifður um
hryggjakerfið eða hafsbotnana, hekl-
ur ætti einkum aðsetur á nokkrum
þeim svæðum þar sem eldvirkni og
varmaútstreymi eru livað mest. Eru
þcir staðir nefndir „heitir reitir“ (hot
spots), og er fjöldi þeirra að sumra
sögn um 20, en aðrir vilja telja með
aragrúa smærri reita. Stöðum þessum
fylgir gjarnan afbrigðileg efna- og
isotopasamsetning blágrýtisgosbergs
(t. d. hátt magn kalís og títans), og
sumir standa hátt yfir umhverfi sitt,
auk fleiri einkenna. Island er einna
mest þessara svæða og best þekkt, en
af öðrum má nefna Afar-svæðið í
Eþíopíu og hafsvæði við Galapagos-
eyjar. Flestir stærri heitu reitirnir eru
á plötumótum, en Hawaii-eyjar eru
á stærsta reitnum af þeim, sem standa
inni á plötum.
Heitu reitirnir virðast vera tiltölu-
lega kyrrstæðir innbyrðis, og getur þá
plöturnar rekið yfir þá. Sumir reitirn-
ir liafa því skilið eftir sig slóða gos-
myndana, sem óvirkan hrygg eða
beina röö af eyjurn, sem eldast í átt
frá núverandi stöðu reitsins, eins og
bent var á í fyrri kafla. Sumir vísinda-
menn telja, að undir heitu reitunum
séu strókar (plumes) uppstreymis úr
innri hlutum jarðar uj)p gegnum flot-
hvolfið. Renni jafnvel hraunkvika
þaðan fyrst nokkurn veginn lárétt út
eftir hryggjakerfinu, á sama liátt og
nú er talið gerast í smærri stíl á
Kröflusvæðinu, áður en hún breiðist
út til hliðanna eða leitar til yfirborðs-
ins sem hraun. Virkni strókanna getur
tekið hægum breytingum á milljón-
um ára, og sumir jafnvel dáið út.
Lokaorð
Þótt fáir jarðvísindamenn séu nú
andsnúnir hinni nýju heimsmynd,
er hún langt frá því fullkomin. Ýms-
ar niðurstöður hafa reynst flóknari
eða allt öðruvísi en hinar nýju kenn-
ingar gerðu fyrst ráð fyrir; hefur þá
þurft að linýta við kenningarnar við-
bótarsetningum, sértilfellum og ný-
yrðum, jafnvel áður en eðlisfræðileg
ástæða fannst lyrir viðkomandi fyrir-
brigði. Einnig hefur borið nokkuð á
því sem vestanhafs eru nefnd skrúð-
gönguáhrif: hafa ýmsir skundað til
liðs við hinar nýju hugmyndir án
þess að kynna sér þær til hlítar, og
birt hraðsoðnar greinar í anda þeirra
um jarðfræði svæða sem þeir þekktu
aðeins af afspurn, eða um niðurstöð-
ur mælinga sem þeir höfðu ekki inn-
grip í. íslensk jarðfræði hefur fengið
nokkurn skammt af slíkum skrifum
hin seinni ár.
Ef höfundur má gerast svo djarfur
að spá um þróun mála á þessu sviði í
nánustu framtíð, vonast hann eink-
um eftir framförum í þekkingu á
innri gerð jarðar og uppruna krafta
þeirra, sem eru ráðandi í hinni nýju
heimsmynd. Þá er þörf á ýtarlegum
samantektum um Jtekkingu á hinum
ýmsu sviðum og svæðum, er ]>essi mál
snerta, Jtar sem meginatriði eru síuð
121