Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 35
Sólmundur T. Einarsson:
Selarannsóknir og selveiðar
Segja má að frá öndverðu hafi sel-
urinn gegnt mikilvægu hlutverki í
lífi og starfi íslensku þjóðarinnar. Frá
fyrstu tíð iiefur sá bóndi búið góðu
búi, sem hafði selalátur í landareign
sinni og sjaldan hefur heimili hans
skort fæði eða skæði. Slík hlunnindi
voru mikils metin í þá daga og laga-
leg staða þeirra hefur lítt breyst frarn
á vora daga. Hafa jrví bændur einir
séð um selveiðarnar og gera enn, án
þess að heildarskipuiagning á veiðun-
um liafi átt sér stað.
Hér við land kæpa og hafa fasta
búsetu aðeins tvær selategundir, þ.e.
a. s. landselur (Phoca vitulina) og út-
selur (Halichoerus grypus). Auk jress-
ara tveggja tegunda flækjast stundum
aðrar tegundir upp að landinu eins
og hringanóri (Phusa hispidia), vöðu-
selur (Phoca groenlandicus), kamp-
selur (Erignathus barbatus) og blöðru-
selur (Cystophora cristata), en allt eru
þetta norðlægar tegundir. Hringanóri
finnst ])ó einnig í Eystrasalti og víðar.
I.andselur
Landselurinn nefnist öðru nafni
vorselui- og kóparnir vorkópar; kernur
nafnið af Jjví að hann kæpir á vorin.
Hér á landi byrjar landselurinn að
kæpa um miðjan maí og kæpingar-
tíminn varir út júní, en þetta getur
verið breytilegt eftir landshlutum.
Segja má að landselurinn kæpi nánast
alls staðar á eða við strendur landsins,
en stærstu látrin eru á suðurströnd-
inni, við Faxaflóa, Breiðafjörð, á Vest-
fjörðum og við Húnaflóa. Stuttu fyrir
kæpitímann leita urturnar upp í látr-
in og helga sér svæði, korna þá yfir-
leitt eldri urturnar fyrst og þær yngri
á eitir. Ef ekkert raskar ró selanna,
t. d. hættur af völdum manna, veðurs
eða sjávarfalla, þá dvelur kópurinn í
vikutíma í látrinu með urtunni. Kójj-
urinn getur fljótlega eftir fæðingu
bjargað sér á sundi, ef hættur steðja
að, en hann er nokkuð máttfarinn
fyrst um sinn. Urtan gefur kópnum
rnjólk þann tíma er hún mjólkar, en
]rað getur verið upp í 2—3 vikur. Þeg-
ar því tímabili iýkur cr áhugi urtunn-
ar á afkvæmi sínu ákaflega lítill og
kópurinn verður því að sjá um sig
sjálfur. Skömrnu eftir kæpitímann fer
selurinn úr hárum og liggur hann þá
langtímum uppi á landi og fer ekki
ótilneyddur í sjóinn.
Náttúrufræðingurinn, 48 (3—4), 1978
129
9