Náttúrufræðingurinn - 1979, Qupperneq 49
bikstein að ræða. Þessir staðir eru því
ekki merktir inn á kortin.
Nokkrir staðir eru mjög illa til-
greindir í heimildum. Til dæmis
fundarstaður nr. 121, sem er Langa-
vatnsdalur í Mýrasýslu. Sá dalur er
eins og nafnið bendir til langur og
mjór og ])ví illmögulegt að átta sig á
því, hvar viðkomandi sýni voru tekin.
I ])essu tilviki hefur Haukur Jóhann-
esson bent mér á tvo fundarstaði í
dalnum, ]). e. Langavatnsmúla (nr.
218) og Borgarholtseggjar (nr. 219).
Þessir fundarstaðir eru ]>ví færðir inn
á kortið. Þrír staðir, sem merktir eru
inn á kortið, ]). e. nr. 196, 197 og 204,
eru frá síðjökultíma eða nútíma.
Margir hafa ritað um surtarbrand
og ýmsar skoðanir hafa verið uppi um
myndun hans. Sá fyrsti, sem lýsti surt-
arbrandi á Islandi, svo að vitað sé,
var de Worm árið 1665. Það var þó
ekki fyrr en Eggert Ólafsson fór að
ferðast um landið upp úr 1750, að
nokkuð áreiðanleg vitneskja fékkst
um útbreiðslu surtarbrandsins. Eggert
lýsti fyrstur manna plöntusteingerv-
ingum í Surtarbrandsgili við Brjáns-
læk árið 1753 og áleit að surtarbrand-
urinn væi i leifar gamalla skóga, sem
vaxið helði á staðnum.
Árið 1906 tók Þorvaldur Thorodd-
sen saman skrá um fundarstaði surt-
arbrands og er hún enn í fullu gildi,
svo langt sem hún nær. Guðmundur
G. Bárðarson (1918) rannsakaði ítar-
lega surtarbrand einkum á Vestfjörð-
um og var tilgangurinn að afla upp-
lýsinga um nothæfi lians til eldsneytis
og atlntga, hvort unnt væri að hefja
surtarbrandsnám. Hann fann einnig
á ferðum sínurn plöntuleifar, sem
ekki var vitað um áður. Jóhannes Ás-
kelsson (1946a, 1946b, 1956, 1957)
kannaði steingervinga úr surtar-
brandslögunum og lagði megin-
áherslu á Brjánslæk á Barðaströnd,
Þórishliðarfjall í Selárdal og Trölla-
tungu í Steingrímsfirði. Fram til 1945
—1946 studdust ákvarðanir á plöntu-
steingervingum eingöngu við blöð
eða för eftir þau, en þá tók Jóhannes
Áskelsson að rannsaka frjókorn og
gró í lögunum. Pflug (1959), Schwarz-
bach og Pflug (1957) og Meyer og
Pirrit (1957) hafa síðan haldið áfram
þessum rannsóknum. Nú hin síðari
ár hafa ýmsir kannað plöntuleifar ein-
stakra laga, Friedrich (1966, 1968a,
I9681j), Friedrich og Leifur Símonar-
son (1975, 1976), Friedrich, Leifur
Símonarson og Heie (1972), Heie
og Friedrich (1971), Akhmetiev o. fl.
(1974, 1975) og Akhmetiev (1976).
Surtarbrandur er sameiginlegt nafn
á viðarbolum, trjágreinum og smærri
jurtaleifum, sem kolast hafa fyrir
áhrif jarðlagafargs og jarðhita. Guð-
mundur G. Bárðarson (1918) skipti
brandinum í Jrrjá flokka: viðarbrand,
steinbrand og leirbrand. Ekki hefur
þessari skiptingu verið haldið, enda
eru ekki alltaf skýr mörk á milli flokk-
anna, einkum á milli steinbrands og
leirbrands. Yfirleitt finnast allar þrjár
gerðirnar á sama stað. Sums staðar
hafa trjábolir drukkið í sig kísilsýru
og oi ðið að viðarsteini. Hin síðari ár
hafa víða fundist för og afsteypur eft-
ir trjáboli í hraunlögum blágrýtis-
myndunarinnar, t. d. í Kotagili í
Skagafirði (SigurðurÞórarinsson 1966)
og í Húsavíkurkleif í Steingrímsfirði
og Óslandi í Hornafirði (Leifur
Símonarson o.fl. 1975).
Áður fyrr héldu ýmsir, að surtar-
143