Náttúrufræðingurinn - 1979, Qupperneq 52
Flestar surtarbrandsnámur, sein not-
aðar voru fyrr á tímum, eru nú falln-
ar saman. Helstar voru námurnar á
Tjörnesi, í Gili í Bolungarvík, í Botni
í Súgandafirði og á Skarði á Skarðs-
strönd, svo einhverjar séu nefndar.
Aðstaða tii vinnslu var mjög misjöfn
og voru námurnar reknar með tapi.
Víða eru lögin hátt upp í fjöllum og
erfitt að komast að þeim, t. d. surtar-
brandslagið í Stigahlíð við Isafjarðar-
djúp.
Rannsóknir, sem gerðar hafa verið
á surtarbrandi benda til þess, að ösku-
magn hans sé breytilegt eða frá 3%
til meira en 50%. Rakinn er um 4%
upp í 25% og hitaeiningar frá 2000
lil 5000 kal/g (Guðmundur G. Bárð-
arson 1918, Gísli Guðmundsson 1917,
Helgi H. Eiríksson 1920, Jóhannes
Áskelsson 1942). Til eldsneytis þótti
best að hafa brand með sent mestar
hitaeiningar, en sem minnst af ösku
og raka. Surtarbrandur var einnig
notaður til margs annars, m. a. lækn-
inga (Eggert Ólafsson 1943).
Steingervingar gefa okkur margvís-
legar upplýsingar, m. a. um aldur
jarðlaga, gróðurfar, dýralíf og loftslag
fyrri tíma. I fíngerðum leirlögum, er
fylgja surtarbrandinum, finnast oft
blaðför og jafnvel dýraleifar. Á sum-
um stöðum finnast aðeins plönlu-
ræksni, en á öðrum er aftur á móti
meira um vel varðveitt blaðför. Nú
cr vitað, að steingerð blaðför frá
tertíer og kvarter finnast á um 60
stiiðum á landinu. Tala ættkvísla
plöntusteingervinga hefur vcrið áætl-
uð um 50 og er sú tala miðuð við
blaðför, fræ, aldin, frjókorn og gró.
I.ítið liefur fundist af leifum dýra í
setlögum, sem fylgja brandinum. Ný-
lega hafa þó fundist skordýr í lögum
í Mókollsdal í Strandasýslu (Fried-
rich o. fl. 1972) og ferskvatnsskel í
lögum l'yrir ofan Illugastaði í Fnjóska-
dal (Oddur Sigurðsson 1975). Haukur
Jóhannesson (munnl. upplýsingar)
hefur nýlega fundið fiir eftir j)iirunga
frá hlýskeiði ísaldar við Skarðslæk
fyrir utan Enni á Snæfellsnesi.
Gróðurfarsbreytingar á íslandi á
tertíer hafa verið allmikið rannsak-
aðar. Hefur J)á einkum verið stuðst
við frjógreiningu. Pflug (1959) skipti
íslensku surtarbrandsflórunni í fimm
gróðurflokka, en Akhmetiev (1976)
skipti henni aftur á móti í fernt.
Trausti Einarsson (1962) álítur, að
ekki sé unnt að nota ])essa skiptingu
til að ákvarða aldur jarðlagastaflans,
þar sem flóran sé ekki nógu fjölbreyti-
leg, einkum á yngri hluta tertíers.
Gróðurleifarnar á Vestfjörðum,
einkum við Brjánslæk og í Selárdal,
eru taldar hinar elstu hér á landi, en
yngstu jurtaleifarnar frá tertíer eru í
neðri hluta Tjörneslaganna. Mest hef-
ur fundist af laufblöðum, en einnig
er mikið af förúm eftir barr. Skógur
sá, sem óx hér á tertíer, var útbreidd-
ur um allt pólsvæðið, en nú finnast
leifar hans einkurn í laufskógabelti í
austurhluta Bandaríkjanna (Friedrich
og I.eifur Símonarson 1975, 1976,
Hcie og Eriedrich 1972). Út frá
plöntusamfélögum virðist mega gera
ráð fyrir ])ví, að meðalhiti ársins hafi
verið 9— 10°C liærri á tertíer en nú
og úrkoman hafi verið nokkuð jöfn
allt árið.
í jarðlögum frá hlýskeiðum ísaldar
finnast einnig gróðurleifar. Miklar
breytingar á gróðurfari urðu í upp-
hafi ísaldar, en kulvísu plönturnar