Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 63
Karl Gunnarsson og Konráð Þórisson:
Nýjung í sæflóru íslands:
Harveyella mirabilis
Nýlega fannst í Breiðafirði lítil
snikja á Rhodomela confervoides (1.
mynd). Sníkja þessi Harveyella mira-
bilis (Reinsch) Schmitz et Reinke er
rauðþörungur eins og hýsillinn. Henn-
ar hefur ekki verið getið áður frá ís-
landi.1) Hún fannst vestan við Odd-
bjarnarsker 20. júlí 1978, á um 1 m
dýpi neðan við stórstraumsfjöru.
Harveyella mirabilis vex víða í
Norður-Atlantshafi og Norður-íshafi
frá Frakklandsströndum til Norður-
Noregs, við Bretlandseyjar, Færeyjar
og á Grænlandi allt norður að 74°
n.br. Einnig vex hún við austurströnd
Norður-Ameríku, suður til Rauðseyj-
ar (Rhode Island).
Harveyella mirabilis sníkir ein-
göngu á tegundum sem tilheyra ætt-
kvíslinni Rhodomela. Sníkjan myndar
litlar hvítar kúlur eða vörtur, sem
sitja á stofni og hliðargreinum hýsils-
ins, ýmist stakar eða nokkrar saman
(2. mynd). Kúlurnar eru misstórar, allt
frá 0,5 upp í 1,5 mm í þvermál. Yfir-
borðið á litlum kúlum er slétt, en
1) Tegundinni var þó bætt í lista Sigurð-
ar Jónssonar og Karls Gunnarssonar
(1978) eftir ofangreindan fund.
verður hrufótt eða lmúðótt með aldr-
inum. Við geymslu verður sníkjan
fljótlega rauðbrún á litinn. Þegar
skorið er í slíka kúlu sést að aðeins
himnan sem umlykur kúluna hefur
dökknað, en vefir hennar eru ennþá
hvítir. Frumur sníkjunnar eru mjög
misstórar (3. mynd). Frumuþræðir
sent liggja inn í hýsilinn eru gerðir úr
aflöngum frumum sem flestar eru
5—15 p2) á breidcl oglO—40 p á lengd
I miðri kúlunni eru hnattlaga frurn-
ur 50—100 p í þvermál. Frumurnar
minnka síðan eftir því sem utar dreg-
ur í kúlunni og í barkarlaginu er þver-
mál frumanna um lOp.
Eins og hjá flestum rauðþörungum
er velur Harveyella byggður upp úr
greinóttum þráðum og stundum virð-
ast vera hliðartengsl milli fruma í
samliggjandi þráðum. Samskonar
tengsl eru milli fruma sníkjunnar og
hýsilsins. Eintökin sem fundust í
Breiðafirði eru með óreglulega kross-
skiptum tetragróhirslum sem sitja oft
]jétt yst í barkarlaginu (4. mynd).
Tetragróhirslurnar eru 30—50 p á
lengd og 15—20 p á breidd.
2) p = 1/1000 mm.
Náttúrufræðingurinn, 48 (3—4), 1978