Náttúrufræðingurinn - 1979, Qupperneq 81
162 (47%) og 25.2 166 (44%). Þessal*
talningar voru allar gerðar af landi.
Svæðið var auk þess allt kannað úr
lofti 8.2. 1978 og fundust þá alls 13
húsendur á stöðum sem landtalning
náði ekki til: á tjörn nærri Hrútá
7 (þar af aðeins 1 fullorðinn steggur),
á Hólaá 1 par, austast á Laugarvatni
1 par, og 1 par á vök sem myndar
framhald Brúarár vestan til á Hvítá
nærri Hömrum. Heildartalan í febrú-
ar 1977 var því áætluð 179.
Brottför var könnuð síðari liluta
vetrar og vorið 1976. Þekktar heild-
artiilur og hlutföll fullorðinna
steggja voru þá sem hér segir: 28.12.
1975 (Sogið) alls 72 (65%), 11.2. 1976
(Sogið) 114 (53%), 9.3. 169 (56%), 30.
3. f.h. 178 (44%), 30.3. e.h. 138 (46%),
6.4, 90 (56%), 10.4. 115 (57%), 17.4,
77 (52%). Eftir þetta fór húsöndum
hraðfara fækkandi á Laugarvatni, þar
sem Hálfdan Ómar Þorsteinsson o. fl.
fylgdust með þeim, og voru jtær alveg
horfnar í apríllok. Samkvæmt þessum
talningum hófst brottför húsandanna
af svæðinu í marslok og stóð um það
hil 1 mánuð. Enginn munur var á
brottfarartíma steggja, kvenfugla og
ungfugla á jressum tíma, enda rnikill
hluti fuglanna paraður á vorin, gagn-
stætt því sem gerist á haustin. Athygl-
isverð hreyfing átti sér stað 30.3. 1976.
Um morguninn kom mikið af hús-
öndum á Laugarvatn, en þeim hafði
l’ækkað um helming síðdegis. Jafn-
framt breyttust kynjahlutföll þennan
eina dag, þannig að mun meira varð
af kvenfuglum og ungfuglum. Virð-
ist svo sem húsendur hafi kornið inn
á svæðið annars staðar frá þennan
dag og haft þar skamma viðdvöl.
Hreyfingar hvítanda (Mergus albellus
(I,)) (sbr. A.G. 1976), svo og fækkun
húsanda á Sogi, bentu þó til þess að
húsendurnar á Laugarvatni væru að
einhverju leyti konrnar af Soginu og
væru á leið til Mývatns.
Eyrarbaklii, Árn.
Hinn 20.1. 1889 voru fullorðinn og
ungur kvenfugl skotnir við Eyrar-
bakka (eintak í Dýrafræðisafninu í
Kaupmannahöfn, sbr. A.G. 1968).
V est tna n n a eyj ar.
Hinn 26.10. 1959 voru tvær lnis-
endur á fyrsta hausti, steggur og kven-
fugl, skotnar við Heimaey (Páll Stein-
grímsson, eintök í Náttúrufræðistofn-
un íslands).
Valnasvið Elliðaáa. Seltjarnarnes.
Elliðaárnar haldast mikið til auð-
ar á vetrum og á vatnasviði þeirra
eru víða lækir og lindir sem aldrei
leggur. Árnar voru virkjaðar árið
1921 og upptök þeirra úr Elliðavatni
stífluð 1926 og hefur það eflaust vald-
ið mikilli röskun.
í Dýrafræðisafninu í Kaupmanna-
höfn eru 2 eintök merkt Reykjavík:
ungur karlfugl frá 17.5. 1840 og kven-
fugl frá 27. 5. 1840. í Náttúrufræði-
stofnun eru éftirtalin eintök frá þessu
svæði: fullorðinn steggur merktur
Klöpp, Reykjavlk 10.1. 1898; tveir
kvenfuglar (eldri en eins árs) merktir
Seltjarnarnes 6.4. 1907, Guðmundur
fónasson; og kvenfugl (eldri en eins
árs) merktur Reykjavík 29.3. 1909,
Bjarni Sæmundsson. Nákvæm stað-
setning er ekki gefin nenra fyrir fugl-
inn frá Klöpp (sem er við sjó) og er
tekinn á þeim árstíma sem líklegast er
að Sundin og mikið af vötnum hafi
verið ísi lögð. Hinir fuglarnir, merkt-
175