Náttúrufræðingurinn - 1979, Qupperneq 89
af fjölda kvenfugla, og bendir ýmislegt
til þess að annað (beinar talningar,
óbreyttur afkomustuðull) gefi yfir-
leitt of lágar niðurstöður, en hitt
(þekkt kynjahlutföll) of háar. Raun-
veruleikinn ætti að liggja einhvers
staðar þarna á milli, og þrautalend-
ingin er því sú að nota meðaltöl þess-
ara tveggja líkana (Tafla 4). Við fram-
angreinda erfiðleika bætist svo að á-
kvörðun ungfugla er miklu vandasam-
ari þegar um er að ræða kvenfugla en
karlfugla, og getur þetta valdið veru-
legri skekkju í áætluðum afkomu-
stuðli.
Ljóst er, hvor leiðin sem valin er,
að árlegur afkomustuðull kvenfugla
er öllu lægri en steggja, eða á bilinu
0.83—0.93 samkvæmt meðaltalsáætl-
un, þ.e. urn 0.88 að meðaltali. Hærri
dánartala kvenfugla er oft sett í sam-
band við hættur og álag sem fylgir
varpi og ungauppeldi, og virðist ekki
ólíklegt að þetta eigi einnig við um
húsöndina.
Vegna þess Iive erfitt reyndist að
meta raunverulegan fjölda kvenfugla,
er einnig erfitt að áætla bicytingar á
fjölda þeirra milli ára. Kvenfuglum
virtist fækka 1975—76 um ca. 7%,
fjölga síðan aftur um ca. 15% 1977
og standa í stað 1978. Breytingar á ár-
logum fjölda kvenfugla sýndu ekki
beina fylgni við blutfall ungfugla
eins og steggjafjöklinn. Er því gert
ráð fyrir því að fjöldi kvenfugla í lík-
aninu ráðist fyrst og fremst af mis-
munandi dreifingu þeirra og þá
sennilega mest af mismuni á innflutn-
ingi og útflutningi til og frá landinu.
Ekki liggja enn fyrir óyggjandi nið-
urstöður um stærð sjálfs varpstofnsins.
Þó er ljóst að verulegur hluti þeirra
fugla, sem hér eru taldir með full-
orðnum fuglutn samkvæmt skilgrein-
ingu (sbr. Aðferðir), taka ekki þátt
í varpi. Þar er fyrst og fremst um
að ræða tveggja ára fugla. Krufning-
ar sýndu að fáeinir kvenfugiar senr
voru minnst tveggja ára luilðu aldrei
orpið. Kvenfuglar og karlfuglar, sem
talclir eru tveggja ára úti í náttúr-
unni, eru undantekningarlítið í
hópurn að vorinu og ekki staðbundn-
ir í varinni landhelgi líkt og íullorðn-
ir fuglar. Þá má benda á að fullorðnir
steggir eru jafnan mun fleiri en full-
orðnir kvenfuglar og því ólíklegt að
umframsteggjum gefist veruleg tæki-
færi til þess að taka þátt í tímgun.
Lauslegir útreikningar benda til þess
að kvenfuglar eldri en tveggja ára
(þ.e. sennilega mestallt varpfuglar)
liafi verið um 550—580 í apríl á ár-
unurn 1975—77 en e.t.v. allt að 640
árið 1978. Verður að gera ráð fyrir
að þátttaka steggja í tímgun takmark-
ist nokkurn veginn af þessari tölu.
Framleiðsla unga
Aldurshlutföll seinni hluta sum-
ars eru oft notuð til þess að meta
fjölda unga sem upp kemst hjá kaf-
öndum. Þetta er gert með því að
telja kvenfugia og unga í stóru úr-
taki og reikna fjölda unga á kven-
fugl. Sú aðferð að meta hlutfallsleg-
an fjölda unga og kvenfugla felur í
sér að gert er ráð fyrir að ungar og
kvenfuglar sem ekki sjást skiptist í
sömu hlutföllum og úrtakið. Þetta
getur valdið skekkju hjá tegund eins
og húsönd, þar sem verulegur hluti
kvenfugla verpur ekki, og mestallur
stofninn er auk þess á tveimur ólíkum
vatnagerðum — stóru stöðuvatni og á
183