Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 98
Jón Jónsson:
Surtarbrandslögin
við Borgarstúf
Inngangur
Ekki er mér kunnugt um neinar
skráðar heimildir um surtarbrand
nærri byggð í Nesjum í Hornafirði.
Hitt heyrði ég sagt, þegar ég dvaldi
þar sumarlangt 1951 og síðar, að
leifar af surtarbrandi hefðu viða
fundist í gömlum öskuhaugum. Sýndi
það að brandurinn hefði verið num-
inn og notaður sem eldsneyti. Það var
ekki fyrr en mörgum árurn síðar að
mér tókst að finna staðinn þar sem
brandurinn hafði verið unninn.
Borgarstúfur
Borgarstúfur nefnist fallegur stuðla-
lrergshöfði neðst í fjallinu norðaustur
af Stórulág. Blágrýtislaginu, sem
hann er hluti af, hallar norður og
Iiverfur það því brátt undir yngri
bergliig. Rétt norðan við Stúfinn kem-
ur lækur ofan úr fjallinu og nefnist sá
Fagurhólslækur samkvæmt korti her-
foringjaráðsins. Neðst eru tveir fossar
í honum og fellur neðri fossinn fram
af misgengisstalli við sprungu, sem
stefnir norðaustur. Misgengið nernur
þarna litlu meira en 2 m en bergið er
talsvert brotið á þessum stað. Það er
nndir blágrýtislaginu, sem fossinn fell-
ur fram af, sem setlögin byrja og liggja
þau ])ví ofan á sama berglagi og Borg-
arstúfur er hluti af. Það sem neðst
sést, er blágrýtislag og sjást af því um
2,5 m en undirlag þess ckki. Lag þetta
er reglulega stuðlað. Ofan á því er
um 1,20 m þykkt v<il ubergslag, aðal-
lega úr smásteinum, rnjög mikið nún-
um. Aðeins einstaka nær hnefastærð.
Talsvert ber á ljósgrýti (líparíti) í
þessu og í heild tekur þetta völubergs-
lag á sig lítið eitt grænleitan blæ. Of-
an á völuberginu er um 4,8 m þykkt
blágrýtislag en ofan á því 0,5—0,6 m
þykkt leirsteinslag, svart og fullt af
gróðurleifum (1. mynd). Þarna er
mikið af förum eftir stofna og grein-
ar en ekki tókst mér að finna blað-
för.
Engum efa er bundið að þetta er
lagið, sem brotið hefur verið til elds-
neytis enda sjást ]æss gliigg merki
neðan við efri fossinn og að þar hefur
aöal náman verið. Áðurnefnt mis-
gengi brýtur berglögin um ]jvert og
]rví hverfur surtarbrandslagið norðan
þess að mestu undir urð nema neðst
í gilinu neðan við neðri fossinn. Sct-
lagið, sem surtarbrandurinn er í, má
svo rekja frá þessum læk úr í um 50
Ts'áttúrufræðingurinn, 48 (3—4), 1978
192