Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 102
Jón Jónsson:
Eldstöðvar og hraun
í Skaftafellsþingi
Inngangur.
Ef Skaftafellssýslur báðar eru tekn-
ar sem ein heild er mikill munur
þeirra livað snertir nútíma eldstöðv-
ar og ln aun. Austan Skeiðarársands er
Öræfajökull eina eldfjallið, sem virkt
hefur verið eftir að ísöld lauk og
hraun þau sem runnið hafa úr hliðar-
gígum ltans mjög óveruleg. Þegar út
yfir (vestur yfir) Skeiðarársand kem-
ur verða hraunin mjög áberandi þátt-
ur í landslaginu og það svo að ekki
skerst neinn meiriháttar dalur inn í
hálendið svo að ekki hafi þar runnið
hraun fram, eitt eða fleiri. Nokkur
þeirra eru meðal mestu hrauna, sem
runnið hafa á landinu frá því að ís-
öld lauk, þekja nú stór svæði á lág-
lendinu og hafa náð því sem næst
cða alveg niður til sjávar. Hér verða
nokkur þeirra lítillega tekin til með-
ferðar og byrjað austan frá.
B crgva tnsáah ra un.
Ausiustu hraunin, Bergvatnsáahraun,
eru fjarri byggð á svæðinu milli Bjarn-
arskerja í Fljótshverfi og jökuls, og
eldstöðvarnar, sem þau eru komin
frá, cru huldar jökli. Hraunin taka
nafn af tveim smáám Miðbergsvatnsá
og Ytribergvatnsá því fornum farveg-
um þeirra hafa þau fylgt. Lega hraun-
anna er sýnd á 2. mynd.
Bergvatnsáanafnið er á okkar dög-
urn engan veginn réttnefni a.m.k. ekki
að sumri til því þá eru þær jökul-
vötn og virðist svo hafa verið alllengi,
jrví þegar Guðmundur Kjartansson
(1970) fór um þessar slóðir þá voru
]rær jökulvötn og svo var og seint í
júlímánuði 1975. Báðar falla árnar
í Núpsá en hún var afrennsli Græna-
lóns og verður það raunar hverju sinni
sem Skeiðarárjökull nær að stífla
Grænalón nægilega hátt og loka af-
rennsli þess austan Eystrafalls niður
í Súlu. Nafnið segir hins vegar að ótví-
rætt hafa árnar fyrrum verið berg-
vötn.
Eystra Bergvatnsárhraun kemur út
undan jökli um 4.5 km vestan við
Grænalón eins og það er nú. Hraunið
cr um 1.5 km breitt uppi við jökul,
myndar frá því lítið hallandi hraun-
fláka, tiltölulega jafnbreiðan og rösk-
lega 3 km langan. Hefur það þarna
fyllt dal uns það ntætti fyrirstöðu er
dalurinn þrengdist. Eftir það má
rekja það „í þvengmjóum bútum ol-
an eftir gljúfri Núpsár uns það hverf-
N.ttlúrufræðingurinn, 48 (3—1), 1078
196