Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 105
ctal, og eftir honum niður á láglendið
og nefnist þar Rauðabergshraun. Ég
hef áður (Jón Jónsson 1970) bent á að
líkur væru fyrir því að Eldgígur væri
austurendi Rauðhólaraðarinnar, sem
ég hef nefnt svo, og að hluti hennar
væri nú hulinn jökli. Á svæðinu of-
an við Fossa er lrraunið feikilega úfið
og myndar þar háa lióla og sker, sem
sumir minna á gervigígi. Norður af
Kálfafellsfjallsenda þar sem nefnist
Fossahraun mynda lnaunin einn sam-
felldan fláka og sýnast þar engin
hraunamót verða greind. Sýnist því
nær fullvíst að Eldgígur og Rauð-
hólar séu samtíma myndun og enn-
fremur að hluti gossprungunnar, sem
þeir eru á sé nú jökli hulin. Á ferð
sinni uin Vestur Skaftafellssýslur 1893
kemst Thoroddsen (1959) að þeirri
niðurstöðu, að Núpahraun og Djúp-
árhraun (Rauðabergshraun) væru
„kvíslir af sama hraunflóðinu“ er
hann leit yfir þau af efstu hnúkum
Bjarnarins, en Eldgigs er þar ekki get-
ið. Sveinn Pálsson (1945) komst að
sömu niðurstöðu, en nefnir ekki held-
ur Eldgíg.
Hraunið úr Eldgíg er dílótt og ber
mest á samsettum dílum pagioklas +
pyroxen -þ ólivín, en líka koma fyrir
hreinir feldspatdílar og þá stundum
nokkuð stórir, 2.5 mm og meira. Ólivín
er oft, jafnvel oftast, inni á milii pla-
gioklaskristalla í dílunum. Pyroxen í
þeim er oft tvímyndað og með stunda-
gias svipmót (structur). Plagioklas
kristallarnir eru að jafnaði mjög belt-
aðir (zoned). Millimassinn er úr fín-
kornóttu plagioklasi, pyroxeni, ólivíni
og málmi, sem virðist vera seguljárn
eða títanseguljárn (titanomagnetít).
Plagioklas er í mjóum listum. Ekki
fann ég hnyðlinga í Eldgíg en í Rauð-
hólum eru þeir algengir. Talning úr
tveinr þunnsneiðum úr hrauninu við
Eldgíg er sýnd í Töflu II.
í handsýni er hraunið talsvert öðru-
vísi en Bergvatnsáahraun og þykir
því ekki líklegt að þau séu úr sömu
gosstöð.
Rauðhólaröðin.
Svæðið meðfram jöklinum frá
Gæsabringum vestur að Rauðhólum
og suður að Fjallsenda er rnjög halla-
Tafla 11. Hraunið úr Eldgíg.
I II Meðaltal
Plagioklas 41,2% 44,7% 41,95%
Pyroxen 40,5% 42,4% 41,45%
Ólivín 2.7% 2,2% 2,45%
Málmur 22,3% 10,7% 16,5 %
Dílar: Plagioklas 8,9% 10,7% 9,8 %
Pyroxen 0,7% 6,9% 3,8 %
Ólivín 0,3% 0,7% 0,5 %
Taldir punktar 651 552 Samtals 1203
199