Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 114
II bls. 906). Aðrar uppíýsingar um
það hvar bær þessi hafi staðið eru
mér ekki kunnar. Víst er hins vegar
að þegar ég var þarna barn að aldri
þóttist ég sjá fyrir bæjarrústum þar,
sem heitir nú Rofhóll í rönd Rauða-
bergshrauns. Þar spretta upp nokkrir
lækir undan hraunröndinni og liugs-
aði ég mér einn þeirra vera bæjarlæk-
inn.
Mýrin, sem þá var áveitu- og slægju-
land nýtt frá Rauðabergi, heitir raun-
ar Djúpárbakkamýri enn í dag. Því
til sönnunar m.a. er vísa eftir meist-
arann Kjarval og byrjar svona: ,,Á
Djúpárbakkamýri drakk ég vatn úr
læk“-------. Lundur og Djúpárbakki
hafa tilheyrt Kálfafellskirkju og það
er svo seint sem 1924 að Ragnhildur
Steingrímsdóttir (1877—1954) hús-
freyja að Rauðabergi kaupir „Djúp-
árbakkamýri og Lundarhólma” og er
afsal kirkjunnar fyrir þessum eignum
dagsett 10. júní 1924. Kaupverð var
500 kr. Með Jjessu hverfa bæði Lund-
ur og Djúpárbakki endanlega úr sög-
unni sem sjálfstæðar jarðeignir.
Djúpárbakkamýri má nú heita horf-
in undir sand og hafa þar mestu um
valdið hlaupin úr Grænalóni líklega
einkum á árunum 1935 og 1939. En
Rofhóll er enn við lýði, ávöl, gróin
foksandsmyndun vaxin túngresi á
hraúnröndinni við lækinn. Þarna
hygg ég að Djúpárbakki liafi staðið.
Enda þótt ekki verði fullyrt að þar
sjái enn fyrir bæjarrústum þá þarf
ekki mikið hugmyndaflug til þess að
hugsa sér að þar hafi bær verið. Þetta
svæði er ekki stærra en svo að lítið
þarf að grafa til þess að sanna þetta
eða afsanna. Áhugavert væri að kanna
rústir þessara fornu bæja áður en um
seinan er. Nú er Djúpá að mestu vest-
an við Lund og í Rofhól er auðvelt
að komast. Haldist Djúpá enn um
sinn þar sem hún nú rennur, tekur
land brátt að gróa á ný meðfram
Rauðabergshrauni eftir að Núpsvötn-
um liefur verið bægt frá með fyrir-
hleðslum. Hraun eða Skógarhraun
hefur bær lieitið einhversstaðar á þess-
um slóðum en ekki er vitað livar og
yfirleitt virðist ekkert um þann bæ
vitað. Sú byggð ,sem enn er eftir á
láglendinu í Fljótshverfi á í vök að
verjast aðþrengd sem hún er milli
tveggja jökulfljóta, sem hlaða að
henni báðum megin frá. Hversu marg-
ar aldir mun hún enn fá staðist?
Rauðhóll hjá Hcrvararstöðum
og Bunuhólar.
Innst í Holtsdal á Síðu er gígaröð,
sem liggur á ská yfir dalinn (4. mynd),
en á heiðarbrúninni þar norðaustur
af gnæfir Rauðhóll meira en 80 m
yfir heiðarbrún, risavaxin, strýtu-
myndúð gjallhrúga, blóðrauð frá
toppi til táar. Hervararstaðir var lítill
ljær í brekku móti suðri með útsýni
niður yfir dalinn og eldstöðvarnar,
sumarfagur, friðsæll staður. Þarna
mun hafa verið búið fram til 1916.
Þar bjó síðast Gunnar Bjarnason og
cnn má sjá fyrir handaverkum þeirra
er ræktuðu þennan reit og byggðu bæ.
Eldstöðvanna mun fyrst getið í ferða-
sögu Þorvaldar Thoroddsen, (1894),
sem birtist í Andvara, en næst getur
þeirra Karl Sappcr (1908). Guðmund-
ur Kjartansson (1970) getur þcirra en
lýsir þeim ekki nánar. Þeirra er og
getið í greinarstúf um Hálsagígi (Jón
Jónsson 1953) og loks í annarri grein
í þessu tímariti (Jón Jónsson 1970), en
208