Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 118
Aldur hraunsins
Allþykkur jarðvegur er nú kominn
ofan á Bunuhólahraun. Við athugan-
ir á öskulögum kemur í ljós að bæði
ljósu öskulögin eru ofan á gjallinu
í Bunuhólum og tvö þunn ljós ösku-
lög undir því. Frá neðra ljósa laginu
(H-i), sem á þessum stað er 5 cm
Jjykkt er 15—20 cm niður að gjallinu
þ.e.a.s. mjög svo svipað því sem er á
Rauðhólahrauni, bæði við Miklafell
og eins niðri í byggð. Þversniðin á
fi. mynd sýna þetta best. Munurinn á
jarðvegsþykkt rnilli hrauns og ösku-
lags er svo lítill að engu máli skiptir.
Athyglisvert er að sniðið við Bunu-
hóla og Miklafell er nánast eins, enda
bæði tekin uppi í hálendinu, annað
við Miklafell í um 400 m hæð yfir
sjó en hitt í um 260 m hæð. Af þessu
er næsta ljóst að gosið mikla í Rauð-
hólaröðinni og í Bunuhólum — Rauð-
hól við Hervararstaði — hefur orðið
Jtví sem næst — eða alveg samtímis.
Þar eð H-4 er samkvæmt mörgum
C'4 aldursákvörðunum um 3800 C14
ára og jarðvegslagið milli þess og
nefndra myndana eins, virðist ekki
óeðlilegt að áætla aldur þessara gos-
stöðva allra 3800—4000 ár (Jón Jóns-
son 1975).
Hálsagígir
Suðvestanundir Skálarfjalli eru eld-
vörp mikil, sem nefnd eru einu nafni
Hálsar. Ekki er þeirra getið fyrr en
í greinarstúf þeim, sem áður er minnst
á (Jón Jónsson, 1953) og eru þau J>á
fyrst nefnd Hálsagígir. Sjálfsagt liefur
ýmsum áður verið }>að Ijóst að þarna
væri um eldstöðvar að ræða þó ekki
kæmist neins staðar í bækur. Frernur
fátækleg var sú fyrsta lýsing á þessum
eldvörpum enda viðstaða lítil er ég fór
gangandi frá Skaftárdal niður með
fjallinu að Skál einn fagran haustdag
1952, en séð hafði ég þessar eldstöðv-
ar löngu áður á leið austur yfir, J>ví
}>ær l>lasa við úr Skaftártungu þegar
farin er leiðin um Stórhvammsbrú og
jafnvel úr }>eirri fjarlægð var næsta
auðséð að þarna voru eldvörp. Konr-
ið hef ég í Hálsa nokkrum sinnum
eftir J>etta og riægilega oft til }>ess að
draga rangar ályktanir, en nú liggja
fyrir J>að rniklar athuganir að afstaða
}>essara eldvarpa lil annarra í }>essu
héraði er næsta Ijós.
Hálsagígir eru gígaröð, sent í heild
er um 3 km löng }>að er nú verður
séð. Nyrsti gígurinn er skeifulaga,
opinn móti suðvestri og ljallið sjálft
er táin á skeifunni. Gígur ]>essi heitir
Lokinhamrar og virðist hafa verið
aðal hraungígurinn og er unt 160 m
í þvermál að innan. Frá honum má
rekja hraunstraum suðvestur eftir
gígaröðinni en barmar gígsins til
l>eggaj hliða eru um 30 m háir. Ljóst
er að hraungusur hafa farið út fyrir
]>á ]>ví hraun er líka utan í brekkunni
austan við gíginn. Bendir það til öfl-
ugrar kvikustrókavirkni í gígnum.
Gígbarmarnir eru byggðir upp úr
hraunklessunt og gjalli og eru brattir
nijög. Til beggja hliða við megin
gígaröðina eru feikna miklar gjall-
dyngjur einkum þó vestan megin, en
þar er gjallhóll um 60 m hár og 360
m eða meira í þvermál. Engin gíg-
skál er í þennan hól og virðist hann
]>ó tilheyra gígaröðinni, enda þótt
samhengið sé ekki fyllilega Ijóst. Vera
má að gosið hafi á samhliða sprung-
um í fyrstu en eldvirknin síðan ein-
skorðast við eina rás. Hraunrennsli
212