Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 130
11. mynd. Forn farvegur við Ármannskvísl í Landbroti. — Abandoned channel near
l/ie Armannskvisl.
til þess að um sé — eða hafi verið —
að ræða grein af öðru stærra vatns-
falli, og á því nafnið vafalaust rætur
að rekja til þess tíma, er þarna var
um meira vatnsfall að ræða en nú er.
Augljóst er að fossar og flúðir hafa
verið í þessari á og eru leifar af hylj-
unum enn við lýði (11. mynd) og
grjótið í farveginum vatnsnúið. Ár-
mannskvísl kemur nú upp víðs vegar
í þessum forna farvegi og er orðin
töluvert vatn er hún fellur í Skaftá.
Meginfarvegurinn, sem áður er
vikið að, heldur áfram austur eftir
Landbrotshólum en verður á kafla
ógreinilegur vegna þess að sandfok
hefur verið Jrar að verki. Þegar aust-
ar dregur koma farvegirnir betur
fram á ný og mynda sannkallað net
af farvegum l.d. á svæðinu milli Söð-
ulskers og Myrkvastofu, en Myrkva-
stofa er einkar fagur gervigígur á
landamörkum Hátúna og Ásgarðs.
Fasta farvegi liafa árnar svo fengið
þar sem Jjær féllu út af hrauninu. Ein
kvíslin, og hún að líkindum all stór,
hefur fallið þar, sem Tungulækur nú
rennur, en önnur um Ófærugil hjá
Hátúnum. Vatnaskil milli þeirra hafa
verið suðaustur af Myrkvastofu. Lít-
ill lækur, sem þrátt fyrir það heitir
ennþá Ófæra, kemur nú upp í gilinu.
Hann er bæjarlækur Hátúna. Geta má
]>ess hér til gamans að nokkur rugl-
ingur er að komast á nafn þessa bæj-
ar, en frá honum er útsýni eitt hið
allra fegursta í öllu Landbroti. Nafn-
ið er fleirtöluorð, og var því jafnan
9o,[