Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 139

Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 139
Sænsk bók um brönugrös Mér helur nýlega borist eintak af bók- inni Nordens orkidéer eftir Sven Nilsson, með myndum eftir Bo Mossberg. Bókin er gefin út af Wahlström 8c Wielstrand í Stokkbólmi. Hún er 128 bls. að stærð í crown-broti og skiptist í eftirfarandi kafla: Formála, inngang, byggingu brönugrasa, blómið, brönugrös bitabeltisins, frjóvgun, þroskun fræsins til fullvaxirinar plöntu, svepprót, vistfræði, útbreiðslu, flokkun, tegunclir. Er síðast nefndi kaflinn lang- lengstur, því að norræn brönugrös eru 50 að tölu. Loks er svo útbreiðsla, og fylgja þeim kafla kort, er sýna útbreiðslu 30 teg- unda um Svíþjóð, Noreg, Danmörku, Finnland, Færeyjar og ísland. Allra síðast eru svo friðunarákvæði varðandi sjaldgæf- ar tegundir. í bókinni eru eigi aðeins ágætar teikn- ingar af bverri tegund, heldur og gull- fallegar myndir af vaxtarstöðum þeirra, allt í litum. Mikill fjöldi annarra mynda af ýmsum hlutum blómsins og annarra plöntuhluta og af skordýrum, sem annast frævun brönugrasanna, fylgir tilsvarandi köflum. I fáum orðum sagt, þá er þctta óvenjulega vönduð bók, svo að yndi er á að líta og fögnuður að lesa. Þeim sem sérstakan áhuga bafa á þessari ælt, get ég ekki nógsamlega mælt með bókinni. Er sannast að segja aðdáunarvert, hvílíkri fegurð og hverjum fróðleik er ha'gt að koma fyrir á ekki fleiri blaðsíðum. Sá er þetta ritar, er langt frá því að vera nokkur sérfræðingur í brönugrasa- ætt, þekkir aðeins með nafni íslensku teg- undirnar og örfáar útlendar. Hann getur þvf ekki dæmt um, hve áreiðanlegt þetta rit er, lræðilega séð. En engin ástæða er til að efa, að bókin sé að sínu leyti jafn örugg í fræðilegu tilliti og hún er skcmmtileg aflestrar og fögur álitum. Auð- vitað bef ég dáðst að fegurð og fjölbreytni þessarar ættar og hve blóm ltennar aðlaga sig á margan hátt að skordýrafrævun, hvernig samlífi við sveppi í moldinni er háttað og margt annað í fari hennar. Þó að ekki séu þekktar nema 8 tegundir hennar hér á landi, eru í heiminum tald- ar að minnsta kosti 20 000 tegundir; næst- um því tiunda hver blómplöntutegund á jörðunni telst því til brönugrasaættar, svo fjölskrúðug er hún og margbreytileg, einkum í hitabeltinu og frumskógum [tess. Það eru ekki tiðeins Linné, Darwin og aðrir eldri og meir eða minna frægir nátt- úrufræðingar sent hafa veitt þeim sérstaka eftirtekt, nú á dögum er áhuginn fyrir brönugrösum ef til vill meiri en nokkru sinni áður, Jtar sem mikil hætta er á, að mörgum tegundum Jjeirra verði útrýmt. Þessar 8 tegundir sem fundist hafa hér á landi, eru einnig á ýmsan hátt alhyglis- verðar. Til að mynda er ein Jreirra, hreeklurótin (Corallorhiza trifida), alger- lega blaðgrænulaus, eina blómplantan liér á landi, sem svo er ástatt um, og verður því að vera öðrum plöntum háð um 1 íf- ræn efnasambönd. Brönugrösin sjálf (Dactylorchis maculata) eru gædd frábærri fegurð. Þau vaxa í lyngbrekkum og kjarri, eru með fjólubláum eða ljósrauðleitum blómum. Fryggjargras (Plantanthera liyp- crborea) vex ekki annars staðar í Evrópu en á Islandi. Hins vegar vex Jjað á Græn- landi, í Norður-Ameríku og Austur-Asíu. Enn má Jjað af Jjessari bók læra, að í benni eru prentuð nöfn Jjeirra tegunda brönugrasa, sem orðin eru svo fátíð, að friðuð séu í SvíJjjóð. Er Jjetta til fyrir- ntyndar, því að útrýmingarbætta ógnar nú mörgum jurtum, clýrum og öðrum náttúrugripum, sem eftirsóttir eru, og að- gát skal sýnd. Þóroddur GuÖmundsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.