Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 16
1. mynd. Útbreiðsla regnskóga árið 1975. Rauðar línur sýna hvar eyðing þeirra er hröð-
ust. Teikningin er tekin eftir Huxley 1985. The distribution of tropical rain forest in 1975.
Red lines mark the fronts of most rapid destruction. Based on Huxley 1985.
eru víðlendastir og er Amasonskógur-
inn einn um þriðjungur af heildarflat-
armáli regnskóga (Myers 1980, Cám-
ara 1983) og um sjötti hluti allra lauf-
skóga jarðar (Pringle 1969 í Whitmore
1984). Skógar Indónesíu og Zaire telj-
ast hvor um sig vera um 1/10 hluti allra
hitabeltisregnskóga.
Um þessa skóga hafa verið notuð
nokkur nöfn á íslensku. Það nafn sem
almenningur kannast ef til vill best við
er frumskógur, gjarnan í samhenginu
„myrkviðir frumskógarins“ og tengist
í huga flestra illfæru skógarþykkni þar
sem kyrkislöngur hanga úr trjám, inn-
fæddir með eiturörvar bíða í leynum
og landkönnuðir höggva sér leið gegn-
um þykknið og ýmist finna gull og
gersemar eða deyja úr malaríu. Oftast
eru þessir skógar nefndir hitabeltis-
regnskógar („tropical rain forests“).
Fjær miðbaug taka við af þeim hinir
svokölluðu monsúnskógar. í þeim
gætir árstíða þar sem skiptast á regn-
tími og þurrkatími og fella flest trén
lauf um þurrkatímann. Nú er í erlend-
um bókum oftast talað um „tropical
moist forests“, sem þýða mætti sem
raka hitabeltisskóga á íslensku. Sumir
fræðimenn (t.d. Myers 1980, Boer-
boom og Wiersum 1983) nota orðið
rakir hitabeltisskógar, sem samheiti
regnskóga (og þá aðeins um sígræna
skóga), en aðrir (t.d. Whitmore 1984)
nota það sem safnheiti yfir regnskóga
og monsúnskóga. Fræðimenn nota
þannig misstrangar skilgreiningar á
því hvað falli undir hitabeltisregn-
skóg. Þetta getur valdið ruglingi og
því miður er ekki alltaf auðvelt að
gera sér nákvæma grein fyrir hvað við
er átt. í þessari grein verður reynt eft-
ir föngum að takmarka umfjöllunina
við hina sígrænu regnskóga en til þæg-
inda einnig notað um þá heitið rakir
hitabeltisskógar. Það skal þó tekið
fram að regnskógar eru ekki bundnir
við hitabeltið. Sírakir skógar finnast í
tempraða beltinu, til dæmis á Vancou-
ver eyju við vesturströnd Norður-Am-
10