Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 20
regnskógi í Malasíu voru talin tré sem
náð höfðu upp í efra laufþakið (Poore
1968). Ásætum, klifurplöntum og
burknum var sleppt. Alls voru greind-
ar 377 tegundir. Af 143 tegundum
(38%) fannst aðeins eitt tré og 10 ein-
staklingar eða færri af 307 tegundum
(81%). Prance o.fl. (1976, í Prance
1986) greindu alls 236 tegundir trjáa á
1 ha (100 x 100 m svæði) í Amason. í
annarri athugun á Amasonsvæðinu,
að þessu sinni innan landamæra Perú,
fundust yfir 300 tegundir trjáa á 1 ha
(Gentry 1986). Hæsta talan sem ég hef
séð er frá Equador; 365 tegundir há-
plantna á 0,1 hektara lands (Gentry
og Dodson 1985, í Gentry 1986). Að
lokum má nefna tölur frá Afríku, en
við rannsókn á regnskógi í Ghana
voru allar háplöntutegundir taldar á
0,5 ha svæði og reyndust þær vera 350
(Hall og Swaine 1981, í Whitmore
1984). Svo mætti áfram telja, en af
þessu má sjá að á regnskógarbletti
sem er litlu stærri en fótboltavöllur
geta verið næstum jafnmargar tegund-
ir og í íslensku flórunni allri.
Skógar Malasíu og Indónesíu voru
jafnan taldir fjölbreyttastir og í skóg-
um Afríku eru yfirleitt töluvert færri
tegundir en í skógum Asíu og Suður-
Ameríku. Nýlegar rannsóknir (Lewin
1988) benda hins vegar til þess að
fjöldi trjátegunda í Amasonskóginum
2. mynd. í regnskógi á eyjunni
Tioman, um 30 km austur af
strönd Malasíu. In a rain forest
on the island of Tioman, about
30 km east of the coast of
Malaysia. Ljósm. photo Þóra
Ellen Þórhallsdóttir.
14