Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 22
4. mynd. Lagskipting regnskóga. Teikningin sýnir lóðrétt snið gegnum „dipterokarp" skóg á Borneó. Sniðið tók til 61 m langrar og 7,6 m breiðrar skógarræmu. Aðeins eru sýnd tré hærri en 7,6 m. Myndin er tekin eftir Richards (1952). Rain forest stratification. Profile diagram of a mixed dipterocarp forest on Borneo, covering a strip 200 ft long and 25 ft wide. Only trees taller than 25 ft are shown. Based on Richards (1952). arnir lenda á þeim. Oftast er skógur- inn svo hár og þéttur að aðeins um 2% sólarljóssins ná til jarðar (Myers 1980). Sterk hitabeltissólin nær aðeins til efstu laganna og niðri í skógunum er hálf skuggsýnt. Botngróðurinn er því fremur gisinn og aðeins verulega skuggaþolnar plöntur þrífast undir þéttu laufþakinu. Á ljósmyndum sýn- ist skógurinn oft vera þéttari en hann raunverulega er og í kvikmyndaskóg- unum verður jafnan að höggva sér braut gegnum illvíga og ógreiðfæra gróðurflækju. Þetta er hins vegar ekki alveg rétt mynd. Þannig eru að vísu svæði sem hefur verið raskað en gaml- ir og óraskaðir skógar eru þvert á móti sæmilega greiðfærir. Þó skyldi enginn ganga beint af augum. Margar plantnanna geta stungið illilega með göddum eða þyrnum og aðrar eru með eitruð kirtilhár á blöðunum sem brenna hörund. Illræmdustu trén í Suðaustur-Asíu eru kölluð „rhengas“ og eru þau tegundir af ættkvíslunum Gluta og Semecarpus (af ættinni Ana- cardiaceae en margar tegundir af þessari ætt eru baneitraðar). Allar innihalda eitraða kvoðu sem veldur blindu komist hún í augu. Regnvatnið sem skolast af blöðunum verður einn- ig eitrað og dæmi eru um að fólk hafi fengið alvarleg og langvarandi útbrot af því einu að ganga undir slíkt tré (Chin og Corlett 1986). í flestöllum bókum um regnskóga er fjallað um lagskiptingu þeirra (Richards 1952, Whitmore 1984). 16

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.